Vilja reisa 77 milljarða kísilverksmiðju á Grundartanga Haraldur Guðmundsson skrifar 10. febrúar 2014 06:45 Athafnasvæðið á Grundartanga í Hvalfirði. Vísir/Pjetur Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar. Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira
Forsvarsmenn bandaríska fyrirtækisins Silicor Materials hafa óskað eftir lóð á Grundartanga undir eina stærstu sólarkísilverksmiðju í heimi. Fyrirtækið vill hefja framkvæmdir næsta haust og áætlaður byggingarkostnaður er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins um 77 milljarðar króna. Áætlanir Silicor Materials gera ráð fyrir verksmiðju sem gæti framleitt um sextán þúsund tonn af kísil á ári og skapað um fjögur hundruð störf. Kísillinn yrði framleiddur með sérstakri framleiðsluaðferð þar sem efnið er hreinsað með bræddu áli og hann síðan seldur til framleiðenda sólarrafhlaðna. Gert er ráð fyrir að ál frá íslenskum álfyrirtækjum verði notað til framleiðslunnar og þá líklegast frá Norðuráli á Grundartanga.Davíð StefánssonDavíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor Materials á Íslandi, staðfestir að fyrirtækið hafi sótt um lóð á svæðinu en tekur fram að önnur lönd séu einnig til skoðunar. „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um málið. En gangi þetta eftir er þarna um mikla hagsmuni að ræða fyrir Íslendinga. Þetta er grænt verkefni sem skapar störf og styður við það sem fyrir er.“ Faxaflóahafnir, sem eiga lóðirnar á Grundartanga, eiga í viðræðum við Hvalfjarðarsveit um breytingar á aðalskipulagi svæðisins vegna aukins áhuga fyrirtækja á lóðunum.Laufey Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort farið verði í breytingar á aðalskipulaginu. „Málið er í ferli hjá umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd Hvalfjarðarsveitar sem er að skoða þessi skipulagsmál. Og það er ekki komin nein niðurstaða í þau mál,“ segir Laufey. Silicor Materials var stofnað árið 2006 og starfar í þremur löndum; Bandaríkjunum, Kanada og Þýskalandi. Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi á nýrri framleiðsluaðferð sem notar brætt ál til að fjarlægja óhreinindi úr kísil. Álið virkar þá eins og svampur sem dregur í sig óæskileg efni og eftir verður kísill sem hægt er að nota til framleiðslu á sólarrafhlöðum. Aðferðin er sögð helmingi ódýrari en aðrar.
Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Sjá meira