Hátt í fjögurra tíma hitafundi lokið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. mars 2014 23:00 Frá fundinum langa. vísir/daníel Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Listi uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ var samþykktur á hitafundi sem fór fram í kvöld í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju. Fundurinn stóð í á fjórðu klukkustund og var mikið tekist á um uppröðun á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Heimildir Vísis herma að eingöngu einn núverandi bæjarfulltrúi verði á listanum, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sé Erling Ásgeirsson undanskilinn, en hann er í heiðurssæti á listanum. Engir aðrir núverandi bæjarfulltrúar flokksins í bæjarstjórn Garðabæjar, né bæjarfulltrúar í síðustu bæjarstjórn Álftaness, verða á listanum. Þremenningarnir Páll Hilmarsson, Stefán Konráðsson og Sturla Þorsteinsson, sem sitja nú í bæjarstjórn fyrir flokkinn og sóttust allir eftir sæti ofarlega á lista, verða ekki í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri mun leiða listann eins og Vísir hefur áður greint frá. Annar fyrrum bæjarstjóri, Gunnar Valur Gíslason, er á listanum. Gunnar var sveitarstjóri Bessastaðahrepps og bæjarstjóri Álftaness, frá 1992 til 2005. Ýmsar breytingartillögur Samkvæmt heimildum Vísis voru ýmsar breytingartillögur á listanum lagðar fram en engin þeirra var samþykkt. Heimildir Vísis herma að ein breytingartillagan, sem Sigþrúður Ármann í 13. sæti listans lagði til, hafi falið í sér að hún viki af listanum og að Sturla Þorsteinsson myndi fá fjórða sætið á listanum. Það þýddi að allir frá fjórða sæti og niður í það tólfta myndu færast niður um eitt sæti á listanum. Sú tillaga var ekki samþykkt og kom aldrei til atkvæðagreiðslu þrátt fyrir miklar umræður. Ekki er vitað hvað var því til fyrirstöðu að tillagan yrði samþykkt, en allir sem færðust niður um eitt sæti á listanum þurftu að gefa sitt samþykki fyrir því. Sigþrúður dró tillöguna á endanum tilbaka. Önnur breytingartillagan, samkvæmt heimildum Vísis, var sú að uppstilingarnefndin fengi listann aftur til endurskoðunar til að taka tillit til athugasemda sem komu upp á fundinum. Nefndin átti að skoða sérstaklega hlut Álftnesinga og þeirra bæjarfulltrúa Garðabæjar sem ekki áttu sæti á listanum. Uppstillingarnefndin brást við þeirri tillögu með því að segja listann vera endanlegan og að þessi hann yrði ekki tekinn til endurskoðunar. Þeir sem skipa sjö efstu sætin eru:Gunnar EinarssonÁslaug Hulda JónsdóttirSigríður Hulda JónsdóttirSigurður GuðmundssonGunnar Valur GíslasonJóna SæmundsdóttirAlmar Guðmundsson
Tengdar fréttir „Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06 Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Sjálfstæðismenn á Álftanesi eru gríðarlega ósáttir með hlut sinn á lista flokksins fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Garðabæ, að sögn Sveins Inga Lýðssonar sem situr í fulltrúaráði flokksins. 4. mars 2014 11:06
Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21