VG selur húsnæði vegna bágrar fjárhagsstöðu Snærós Sindradóttir skrifar 4. mars 2014 16:24 Húsnæði VG við Suðurgötu hefur verið selt og verður afhent nýjum kaupendum eftir kosningar í vor. VISIR/GVA Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“ Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur selt húsnæði sitt við Suðurgötu í Reykjavík vegna bágrar fjárhagsstöðu hreyfingarinnar. Áætlað er að flytja alla starfsemi VG í húsnæði hreyfingarinnar við Hamraborg í Kópavogi að loknum kosningum í vor. Það húsnæði hefur verið á sölu svo mánuðum skiptir og ef það selst stendur VG uppi húsnæðislaus. „Það hefur verið að sliga fjárhaginn að reka tvö dýr húsnæði“ segir Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður Vinstri grænna. „Fari svo að Hamraborgin seljist munum við leigja skrifstofuhúsnæði undir starfsemina og húsnæði undir opna fundi og viðburði. Það fyrirkomulag verður þó ekki til frambúðar.“Daníel Haukur Arnarsson hefur verið starfsmaður VG frá áramótum.VÍSIR/aðsentMinnkandi ríkisstyrkir„Um áramót var vitað að fjárhagsstaða flokksins væri erfið og nú er reynt að hagræða sem allra mest. Núna í mars erum við að horfa til annarrar stöðu. Hreyfingin er bara með hálfan starfsmann og minni launakostnað þannig að fjárhagsstaðan er að mjakast“ bætir Daníel við. Kosningaósigur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs síðastliðið vor hefur haft áhrif á fjárhaginn en samkvæmt upplýsingum Fjármálaráðuneytisins hlaut VG tæpar 66 milljónir í framlög frá ríkinu árið 2012 samanborið við 29 milljónir í ár. Það er því ljóst að framlög hins opinbera til flokksins hafa meira en helmingast.Samtökin 78 hyggjast kaupa húsnæðið. Aðeins á eftir að ganga frá formsatriðum.VÍSIR/GVA „Staðan væri öðruvísi ef fjárhagurinn hefði byggt á sterkari grunni fyrir“ segir Daníel „VG hefur aldrei tekið við hærri styrkjum en 400 þúsund krónum, hvort sem er frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Það má velta fyrir sér hvort staðan væri öðruvísi ef við hefðum gert það.“Samtökin 78 sýna húsnæðinu áhuga Samtökin 78 buðu í húsnæðið við Suðurgötu og hafa fengið tilboð sitt samþykkt. Formaður Samtakanna 78, Anna Pála Sverrisdóttir, segir að búið sé að samþykkja kaupin á félagsfundi hjá samtökunum en aðeins formsatriði séu eftir, svo sem nánari úttekt á húsnæðinu. Daníel Haukur Arnarsson, starfsmaður VG, segir að mikil ánægja ríki innan hreyfingarinnar með kaupin. „Við viljum komast í minna og ódýrara húsnæði. VG er lítill og krúttlegur flokkur og á að haga sér sem slíkur.“
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira