Ævintýraleg tækifæri við að brjótast úr haftakerfi Heiðar Már Guðjónsson skrifar 4. mars 2014 06:00 Nú eru liðin rúm tvö ár síðan ég birti greinina hrunið 2016 í Fréttablaðinu. Þar var varað við gríðarlegu magni króna í umferð í haftakerfi, sem myndi leiða af sér eignaverðbólgu og innistæðulausan hagvöxt. Eins var varað við því að erlendir kröfuhafar fengju að komast með sína fjármuni úr landi á kostnað íslenskra aðila sem enn væru fastir í höftum. Þegar greinin birtist var opinber umræða um þessa áhættuþætti nánast engin enda vakti hún nokkra athygli. Það kemur kannski ekki á óvart að almenningur hafi ekki gert sér grein fyrir þessum áhættuþáttum því á þessum tíma var Seðlabankinn enn að birta rangar tölur um erlenda stöðu þjóðarbúsins. Seðlabankinn reyndi kerfisbundið að gera minna úr erlendum skuldum en raunin var allt þar til alþingiskosningar voru yfirstaðnar, í maí 2013. Þá kom loksins út skýrsla bankans um fjármálastöðugleika þar sem sjá má að erlendur gjaldeyrir þjóðarbúsins getur runnið til þurrðar um 2015 og þá myndast hætta á greiðslufalli ríkisins. Eins hafa undanfarin misseri komið fram greiningar frá Seðlabankanum og greiningadeildum bankanna um að fasteignabóla sé ekki í augsýn og því ekki eignaverðbólga. Það er athyglisvert í dag þegar íbúðir í fjölbýlishúsum eiga að seljast á þriðja hundrað milljóna króna á sama tíma og verið er að reisa fjöldann allan af fjölbýlishúsum. Svo langt gengur þróunin um þessar mundir að hugmyndir eru uppi um gríðarlega stækkun Kringlunnar þrátt fyrir að skýrsla McKinsey frá haustinu 2012 sýni með óyggjandi hætti að alltof mikið húsnæði er notað í íslenskri verslun sem kemur niður á hagkvæmni hennar. Viðvaranir og ástæður fyrir þessari bólumyndun var einnig rakin í greininni. Aðgangur að lánsfé hefur stóraukist í bankakerfinu og nálgast nú það sem var þegar best lét fyrir hrunið 2008. Bankarnir eru allir í tilvistarkreppu og keppast um að halda stærð sinni þrátt fyrir að bankakerfið sé of stórt á Íslandi en enginn bankanna vill verða sá sem minnkar og að lokum verður undir. Sömu sögu var að segja af þróun á hlutabréfamörkuðum. Greiningaraðilar töldu litlar líkur á að bóla myndi gera vart við sig. Það er áhugavert að síðan greinin birtist hefur hlutabréfaverð hækkað um 50%. Seðlabankinn stóð svo undir væntingum og gaf stoltur út 10.000 króna seðil til staðfestingar á óstjórn peningamála undanfarin ár. Ekki allt ómögulegt Núverandi ríkisstjórn hefur snúið af braut fyrri ríkisstjórnar í samskiptum við kröfuhafa gömlu bankanna og slitastjórnir gömlu bankanna, sem þó ótrúlegt nokk er ekki enn búið að setja í þrot. Seðlabankinn greiddi því miður til kröfuhafa 30 milljarða sumarið 2012 og 300 milljarða í september sama ár, í erlendum gjaldeyri, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um að slíkt væri á kostnað íslensks almennings sem sæti fastur í gjaldeyrishöftunum. Seðlabankinn segist hafa verið undir þrýstingi frá fyrri ríkisstjórn við greiðslu þess fjár en erfitt er að sjá að sjálfstæður Seðlabanki þurfi að ganga gegn sannfæringu sinni, ekki síst í ljósi umræðunnar sem skapast hefur undanfarið um mikilvægi sjálfstæðis hans. Það jákvæða er að ytri aðstæður þjóðarbúsins til langs tíma eru einstaklega hagstæðar en um það skrifaði ég bókina Norðurslóðasókn, sem kom út í september, til að benda á öfundsverða framtíð Íslands tengda staðsetningu og auðlindum landsins. Innri þættir eru hins vegar enn í sama sorglega horfi og hefur verið um áratuga skeið. Það eru hins vegar þættir sem eru fullkomlega á okkar valdi og við þurfum að breyta, ef ekki á illa að fara. Það verður ekki hægt að kenna einstaklingum um þær ófarir sem í uppsiglingu eru, heldur eru það kerfislægir þættir sem ráða ferðinni og þarf að taka á. Enginn einstaklingur, sama hversu hæfur hann er, getur stjórnað ónýtu kerfi án þess að illa fari. Lærum af reynslu annarra Fjármálakreppa hefur dunið á flestum þjóðum heims á síðasta árhundraði eða svo. Við höfum reynslu og þekkingu erlendis frá sem einfalt er að læra af. Á fjölmörgum dæmum má læra að oft liggur brotalömin sem leiðir til kreppu í uppbyggingu fjármálakerfisins og gjaldmiðlinum. Mörg dæmi eru um það að veikir heimagjaldmiðlar eins og krónan brengla skilaboð og geta verið stærstu ástæður fyrir kreppum. Margar leiðir eru til staðar til að ræða bót á þessu. Til dæmis er hægt að leita eftir tvíhliða myntsamstarfi við Kanada eða festa krónuna með myntráði við alþjóðlega mynt. Einfaldasta og fljótvirkasta lausnin við gjaldeyriskreppu og höftum, þar sem minni þjóðir eiga í hlut, er að taka upp einhliða aðra mynt. Það hafa 33 þjóðir gert á síðustu áratugum allar með góðum árangri, þó aðstæður hafi verið eins ólíkar innbyrðis og hugsast getur. Við þekkjum hvernig haftakerfi þróast bæði af eigin reynslu og annarra. Þau leiða af sér stöðnun og spillingu þar sem meiru skiptir að komast að kjötkötlunum en að stunda verðmætasköpun. Þetta er þróun sem þarf að koma í veg fyrir. Aðgerða er þörf Bankakerfið sem hrundi var endurreist í óbreyttri mynd eins óskynsamlegt og það er. Síðan var eignarhald bankanna afhent aðilum sem FME metur ekki hæfa til að eiga bankana. Þeim sömu aðilum er í dag leyft að starfa um langan tíma í millibilsástandi nauðasamninga á kjörum sem engum öðrum íslenskum fyrirtækjum stendur til boða og eru þeir til dæmis undanþegnir skilaskyldu gjaldeyris og voru undanþegnir sköttum þangað til nú nýlega. Skref í rétta átt var þó stigið, með því að skattleysi þeirra var afnumið, þökk sé nýrri ríkisstjórn. Það þarf hins vegar að taka næsta skref og klára uppgjörið við hrunið. Það er ekki gert nema gömlu bankarnir, Gamli Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir verði settir í gjaldþrot enda hlýtur að vera fullreynt um nauðasamninga. Síðan þarf að búa til umgjörð um bankakerfið þannig að almenningur standi ekki í ábyrgð fyrir það. Það gerist þegar ríkið er ekki lengur lánveitandi til þrautarvara. Við höfum einstakt tækifæri til þess að taka þetta skref nú þar sem bankarnir hafa aldrei í sögunni verið með eins sterk eiginfjárhlutföll til þess að standa á eigin fótum, án ábyrgðar ríkisins. Lausnin felst þannig í aukinni dreifstýringu en ekki í aukinni miðstýringu, sem fælist í því að sameina FME og Seðlabanka með útblásið gjaldeyriseftirlit og gefa þannig embættismönnum meira vald til að hlutast til um útlán og frjáls viðskipti. Lausnin felst í því að hver og einn beri ábyrgð á eigin fjármálum, en geti ekki sent reikninginn á aðra. Íslensku haftakrónunni er ekki viðhaldið fyrir almenning í landinu, heldur fyrir embættismenn og stjórnmálamenn svo þeir geti miðstýrt kerfinu á kostnað almennings. Sjálfstæði í peningamálum á ekki að vera hjá Seðlabankanum heldur þarf íslenska þjóðin sjálfstæði í peningamálum frá Seðlabankanum. Sjálfstæði í peningamálum á að liggja hjá hverjum og einum Íslendingi og hverju íslensku fyrirtæki, sem geti stjórnað því hvaða mynt notuð er hverju sinni í sínum viðskiptum. Staðreyndin er sú að Íslendingum bjóðast ævintýraleg tækifæri á næstu áratugum. Það væri synd að láta augljósa galla heimatilbúins haftakerfis hindra okkur í að nýta þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðar Guðjónsson Mest lesið Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Nú eru liðin rúm tvö ár síðan ég birti greinina hrunið 2016 í Fréttablaðinu. Þar var varað við gríðarlegu magni króna í umferð í haftakerfi, sem myndi leiða af sér eignaverðbólgu og innistæðulausan hagvöxt. Eins var varað við því að erlendir kröfuhafar fengju að komast með sína fjármuni úr landi á kostnað íslenskra aðila sem enn væru fastir í höftum. Þegar greinin birtist var opinber umræða um þessa áhættuþætti nánast engin enda vakti hún nokkra athygli. Það kemur kannski ekki á óvart að almenningur hafi ekki gert sér grein fyrir þessum áhættuþáttum því á þessum tíma var Seðlabankinn enn að birta rangar tölur um erlenda stöðu þjóðarbúsins. Seðlabankinn reyndi kerfisbundið að gera minna úr erlendum skuldum en raunin var allt þar til alþingiskosningar voru yfirstaðnar, í maí 2013. Þá kom loksins út skýrsla bankans um fjármálastöðugleika þar sem sjá má að erlendur gjaldeyrir þjóðarbúsins getur runnið til þurrðar um 2015 og þá myndast hætta á greiðslufalli ríkisins. Eins hafa undanfarin misseri komið fram greiningar frá Seðlabankanum og greiningadeildum bankanna um að fasteignabóla sé ekki í augsýn og því ekki eignaverðbólga. Það er athyglisvert í dag þegar íbúðir í fjölbýlishúsum eiga að seljast á þriðja hundrað milljóna króna á sama tíma og verið er að reisa fjöldann allan af fjölbýlishúsum. Svo langt gengur þróunin um þessar mundir að hugmyndir eru uppi um gríðarlega stækkun Kringlunnar þrátt fyrir að skýrsla McKinsey frá haustinu 2012 sýni með óyggjandi hætti að alltof mikið húsnæði er notað í íslenskri verslun sem kemur niður á hagkvæmni hennar. Viðvaranir og ástæður fyrir þessari bólumyndun var einnig rakin í greininni. Aðgangur að lánsfé hefur stóraukist í bankakerfinu og nálgast nú það sem var þegar best lét fyrir hrunið 2008. Bankarnir eru allir í tilvistarkreppu og keppast um að halda stærð sinni þrátt fyrir að bankakerfið sé of stórt á Íslandi en enginn bankanna vill verða sá sem minnkar og að lokum verður undir. Sömu sögu var að segja af þróun á hlutabréfamörkuðum. Greiningaraðilar töldu litlar líkur á að bóla myndi gera vart við sig. Það er áhugavert að síðan greinin birtist hefur hlutabréfaverð hækkað um 50%. Seðlabankinn stóð svo undir væntingum og gaf stoltur út 10.000 króna seðil til staðfestingar á óstjórn peningamála undanfarin ár. Ekki allt ómögulegt Núverandi ríkisstjórn hefur snúið af braut fyrri ríkisstjórnar í samskiptum við kröfuhafa gömlu bankanna og slitastjórnir gömlu bankanna, sem þó ótrúlegt nokk er ekki enn búið að setja í þrot. Seðlabankinn greiddi því miður til kröfuhafa 30 milljarða sumarið 2012 og 300 milljarða í september sama ár, í erlendum gjaldeyri, þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir um að slíkt væri á kostnað íslensks almennings sem sæti fastur í gjaldeyrishöftunum. Seðlabankinn segist hafa verið undir þrýstingi frá fyrri ríkisstjórn við greiðslu þess fjár en erfitt er að sjá að sjálfstæður Seðlabanki þurfi að ganga gegn sannfæringu sinni, ekki síst í ljósi umræðunnar sem skapast hefur undanfarið um mikilvægi sjálfstæðis hans. Það jákvæða er að ytri aðstæður þjóðarbúsins til langs tíma eru einstaklega hagstæðar en um það skrifaði ég bókina Norðurslóðasókn, sem kom út í september, til að benda á öfundsverða framtíð Íslands tengda staðsetningu og auðlindum landsins. Innri þættir eru hins vegar enn í sama sorglega horfi og hefur verið um áratuga skeið. Það eru hins vegar þættir sem eru fullkomlega á okkar valdi og við þurfum að breyta, ef ekki á illa að fara. Það verður ekki hægt að kenna einstaklingum um þær ófarir sem í uppsiglingu eru, heldur eru það kerfislægir þættir sem ráða ferðinni og þarf að taka á. Enginn einstaklingur, sama hversu hæfur hann er, getur stjórnað ónýtu kerfi án þess að illa fari. Lærum af reynslu annarra Fjármálakreppa hefur dunið á flestum þjóðum heims á síðasta árhundraði eða svo. Við höfum reynslu og þekkingu erlendis frá sem einfalt er að læra af. Á fjölmörgum dæmum má læra að oft liggur brotalömin sem leiðir til kreppu í uppbyggingu fjármálakerfisins og gjaldmiðlinum. Mörg dæmi eru um það að veikir heimagjaldmiðlar eins og krónan brengla skilaboð og geta verið stærstu ástæður fyrir kreppum. Margar leiðir eru til staðar til að ræða bót á þessu. Til dæmis er hægt að leita eftir tvíhliða myntsamstarfi við Kanada eða festa krónuna með myntráði við alþjóðlega mynt. Einfaldasta og fljótvirkasta lausnin við gjaldeyriskreppu og höftum, þar sem minni þjóðir eiga í hlut, er að taka upp einhliða aðra mynt. Það hafa 33 þjóðir gert á síðustu áratugum allar með góðum árangri, þó aðstæður hafi verið eins ólíkar innbyrðis og hugsast getur. Við þekkjum hvernig haftakerfi þróast bæði af eigin reynslu og annarra. Þau leiða af sér stöðnun og spillingu þar sem meiru skiptir að komast að kjötkötlunum en að stunda verðmætasköpun. Þetta er þróun sem þarf að koma í veg fyrir. Aðgerða er þörf Bankakerfið sem hrundi var endurreist í óbreyttri mynd eins óskynsamlegt og það er. Síðan var eignarhald bankanna afhent aðilum sem FME metur ekki hæfa til að eiga bankana. Þeim sömu aðilum er í dag leyft að starfa um langan tíma í millibilsástandi nauðasamninga á kjörum sem engum öðrum íslenskum fyrirtækjum stendur til boða og eru þeir til dæmis undanþegnir skilaskyldu gjaldeyris og voru undanþegnir sköttum þangað til nú nýlega. Skref í rétta átt var þó stigið, með því að skattleysi þeirra var afnumið, þökk sé nýrri ríkisstjórn. Það þarf hins vegar að taka næsta skref og klára uppgjörið við hrunið. Það er ekki gert nema gömlu bankarnir, Gamli Landsbankinn, Kaupþing og Glitnir verði settir í gjaldþrot enda hlýtur að vera fullreynt um nauðasamninga. Síðan þarf að búa til umgjörð um bankakerfið þannig að almenningur standi ekki í ábyrgð fyrir það. Það gerist þegar ríkið er ekki lengur lánveitandi til þrautarvara. Við höfum einstakt tækifæri til þess að taka þetta skref nú þar sem bankarnir hafa aldrei í sögunni verið með eins sterk eiginfjárhlutföll til þess að standa á eigin fótum, án ábyrgðar ríkisins. Lausnin felst þannig í aukinni dreifstýringu en ekki í aukinni miðstýringu, sem fælist í því að sameina FME og Seðlabanka með útblásið gjaldeyriseftirlit og gefa þannig embættismönnum meira vald til að hlutast til um útlán og frjáls viðskipti. Lausnin felst í því að hver og einn beri ábyrgð á eigin fjármálum, en geti ekki sent reikninginn á aðra. Íslensku haftakrónunni er ekki viðhaldið fyrir almenning í landinu, heldur fyrir embættismenn og stjórnmálamenn svo þeir geti miðstýrt kerfinu á kostnað almennings. Sjálfstæði í peningamálum á ekki að vera hjá Seðlabankanum heldur þarf íslenska þjóðin sjálfstæði í peningamálum frá Seðlabankanum. Sjálfstæði í peningamálum á að liggja hjá hverjum og einum Íslendingi og hverju íslensku fyrirtæki, sem geti stjórnað því hvaða mynt notuð er hverju sinni í sínum viðskiptum. Staðreyndin er sú að Íslendingum bjóðast ævintýraleg tækifæri á næstu áratugum. Það væri synd að láta augljósa galla heimatilbúins haftakerfis hindra okkur í að nýta þau.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar