Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2014 20:45 Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira