Tækni úr Svartsengi nýtt í kolaorkuveri í Þýskalandi Kristján Már Unnarsson skrifar 11. desember 2014 20:45 Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa. Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslensk tækni, sem Carbon Recycling hefur þróað í Svartsengi, verður nýtt í kolaorkuveri í Ruhr-héraðinu í Þýskalandi til að breyta menguðum útblæstri í vistvænt eldsneyti. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld og rætt við Benedikt Stefánsson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar CRI. Um tvö ár eru frá því tilraunaverksmiðja félagsins í Svartsengi við Grindavík tók til starfa. Fyrirtækið hefur nú gerst aðili að verkefni um að reisa samskonar verksmiðju í Þýskalandi, við kolaorkuver utan við Dortmund. Verksmiðjan mun framleiða metanól úr rafmagni og koltvísýringi úr útblæstri kolaorkuversins. Áætlað er að verkefnið kosti 11 milljónir evra, eða um 1.700 milljónir króna, og hefur það hlotið styrk úr Horizon 2020 rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. Í viðtali við Stöð 2 sagði Benedikt að með verkefninu væri ætlunin að sýna fram á að tæknin virkaði með sama hætti í kolaorkuveri. -En er þetta kannski bara byrjunin á einhverju miklu stærra úti í heimi? „Það ætla ég rétt að vona. Okkar áætlanir ganga út á það að vera að byggja verksmiðjur, bæði hér á landi og erlendis,“ segir Benedikt Stefánsson.Metanól-verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi. Verið er að leggja lokahönd á stækkun hennar.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Í fréttatilkynningu félagsins í dag kemur fram að með tækni CRI sé dregið úr losun og koltvísýringi umbreytt í vistvænt fljótandi eldsneyti fyrir bensín- og dísilbíla. Meðal samstarfsaðila CRI í verkefninu séu Mitsubishi-fyrirtækið, evrópskir háskólar og rannsóknarstofnanir. Verkefnið er til þriggja eða fjögurra ára. Þáttur CRI í verkefninu lýtur að hönnun og uppsetningu á tilraunaverksmiðjunni sem byggir á þeirri tækni sem fyrirtækið hefur þróað á rannsóknarstofu sinni í Reykjavík og við smíði og rekstur eldsneytisverksmiðjunnar í Svartsengi. CRI framleiðir endurnýjanlegt og sjálfbært metanól í verksmiðju sinni í Svartsengi undir heitinu Vulcanol, sem er skrásett vörumerki. Hráefni til framleiðslunnar í Svartsengi eru vetni, sem framleitt er úr vatni með rafgreiningu, og koltvísýringur, sem unnin er úr útblæstri jarðvarmavirkjunar HS Orku. Eldsneytið er notað til lífdísilframleiðslu hér á landi og erlendis og til íblöndunar í bensín. CRI hóf starfsemi með rannsóknum og þróun aðferða til framleiðslu á endurnýjanlegu eldsneyti árið 2006. Fyrirtækið er einkahlutafélag í eigu um 60 íslenskra og erlendra hluthafa. Verið er að leggja lokahönd á stækkun metanólverksmiðjunnar í Svartsengi. Höfuðstöðvar CRI eru við Borgartún í Reykjavík. Hjá fyrirtækinu starfa á fjórða tug starfsmanna og ráðgjafa.
Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira