Að venju leika þeir bræður listir sínar víða um heim en eru einnig mikið heima á Íslandi þar sem þeir framkvæma nokkur ótrúleg stökk, til að mynda á milli bygginga á Akureyri.
Meðal annarra snjóbrettakappa sem koma fram í myndinni má nefna Sage Kotsenburg, gullverðlaunahafa á Ólympíuleikum, Ethan Morgan, Gulla Guðmundsson, Kareem El Rafie, Leo Crawford og Felix Engstrom.