Óttast orðspor ættingja vegna frétta af ISIS Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2014 13:54 Steven Sotloff var afhausaður af meðlimi ISIS. Allt var það tekið upp á myndband. Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Fjölskylda Íslendings sem starfað hefur við kvikmyndatökur á hættulegum svæðum erlendis, meðal annars í Sýrlandi, hefur áhyggjur af því að nafn hans sé bendlað við störf Ríkis islam (ISIS). Ættingi þeirra setji sig í hættu við að upplýsa heiminn um hörmungar á borð við þær sem ISIS standi fyrir. Hans markmið sé því gagnstætt við það sem íslenskur kvikmyndatökumaður er bendlaður við.Í grein á The New York Review of Books, sem íslenskir fjölmiðlar unnu fréttir upp úr í gær, fjallar blaðamaðurinn Sarah Birke um verk ISIS en til svara er maður að nafni Abu Hamza sem flúði úr herbúðum ISIS. Hann segir Íslending hafa komið að upptöku myndskeiða sem dreift hafi verið um allan heim til að koma boðskap ISIS á framfæri og auka nýliðun hjá samtökunum. Ættingi mannsins segir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið staddur á Sýrlandi í tíu daga fyrir um einu og hálfu ári. Hann hafi ekki verið að starfa fyrir ISIS heldur verið að fylgja læknum eftir og sýna neikvæðu hliðar ástandsins þar í landi. Aðspurð hvort möguleiki sé á að um sé að ræða einhvern annan Íslending en ættingja sinn telur hún svo vel geta verið. Það sé hins vegar ólíklegt og þá ætti ættingi sinn að vita af því. Það séu ekki margir Íslendingar í fremstu víglínu á hættulegum vígstöðvum í heiminum.Mögulega um mistök að ræða Ættingi mannsins segir að tvennt sé í stöðunni varðandi þær upplýsingar sem birtust í umfjöllun Birke. Annars vegar sé verið að draga mannorð íslensks tökumanns í svaðið eða það sé hreinlega um mistök að ræða. Kvikmyndatökumaðurinn sé frá öðru landi. Fréttir gærdagsins hafi verið áfall fyrir fjölskylduna og verst sé auðvitað að ættingi þeirra geti ekki svarað fyrir sig sjálfur. Þau vilji alls ekki að nafn hans komist í umræðuna í tengslum við þetta mál og heldur ekki hvar hann sé staddur í heiminum. Það geti sett hann í mikla hættu. Aðspurð hvort ríkislögreglustjóri hafi sett sig í samband við manninn eða fjölskylduna segir ættinginn ekkert hafa heyrt frá embættinu.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32 Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra tjáir sig ekki Fréttaritari Economist í Mið-Austurlöndum segir mjög erfitt að sannreyna fullyrðingar Abu Hamza en að hún hafi þráspurt manninn að þessu ákveðna atriði. 10. desember 2014 10:32
Íslendingur sagður hafa tekið upp ISIS myndbönd Fullyrt er á vefsíðunni The New York Review of Books að Íslendingur hafi tekið upp myndbönd fyrir hryðjuverkahópinn ISIS. 10. desember 2014 07:33