Íslenski boltinn

Þórsvöllur í toppstandi | Myndir

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Þórsvöllur, mynd tekin fyrr í dag
Þórsvöllur, mynd tekin fyrr í dag Mynd/Thorsport.is
Í tilefni þess að nítján dagar eru þar til flautað verður til leiks á Þórsvelli í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar er búið að taka saman skemmtilega myndaseríu á heimasíðu Þórs, Thorsport.is.

Ástandið hefur oft verið verra á vellinum og sýna myndirnar hvernig ástandið hefur verið um miðjan apríl undanfarin fjögur ár.

Samkvæmt heimasíðunni hefur völlurinn aldrei litið jafn vel út á þessum tíma árs og er nýjum aðferðum þakkað fyrir árangurinn. Í stað þess að byrja að hita völlinn í byrjun apríl hefur vægur hiti verið á vellinum í vetur til að koma í veg fyrir klakamyndun.

Sjón er sögunni ríkari og ljóst er að völlurinn fyrir norðan er í sínu besta formi fyrir tímabilið.

Mynd/Thorsport.is
Mynd/Thorsport.is
Þórsvöllur árið 2011Mynd/Thorsport.is



Fleiri fréttir

Sjá meira


×