Enski boltinn

Terry að skrifa undir nýjan samning

Kristinn Páll Teitsson skrifar
John Terry
John Terry Vísir/Getty
Fyrirliði Chelsea, John Terry, er við það að skrifa undir framlengingu á samning sínum hjá Chelsea samkvæmt Steve Holland, aðstoðarþjálfara Chelsea. Talið er að laun Terry muni lækka um helming en hann verður 34 ára á þessu ári.

Terry hefur gengið í gegn um endurnýjun lífdaga undir Jose Mourinho á þessu tímabili. Eftir að hafa verið töluvert út í kuldanum á síðasta tímabili hefur Terry spilað 32 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.

Terry gefur ekki lengur kost á sér í enska landsliðið og ætti því að eiga nokkur góð ár eftir á toppnum.  Hann hefur alls leikið rúmlega 600 leiki fyrir Chelsea frá árinu 1998.

„John hefur spilað frábærlega á tímabilinu í vörn sem hefur fengið fæst mörk á sig í deildinni. Hann hefur verið hjarta varnarinnar og á stóran hluta í því. Hann vill taka annað tímabil hér svo vonandi finnum við sameiginlega lausn á næstu vikum,“ sagði Holland. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×