Erlent

Yfir 2000 þjóðvarðliðar í viðbragðsstöðu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Ríkisstjórinn í Missouri í Bandaríkjunum hefur kallað út þjóðvarðliðiðið í smábæinn Ferguson til að hindra að til frekari átaka komi í nótt. Um 2.200 þjóðvarðliðar eru því nú í viðbragðsstöðu. Ófriðarbálið logar enn og sagði ríkisstjórinn, Jay Nixon, að átökin væru óviðundandi og að grípa þurfi í taumana. Þjóðvarðliðið hafi ekki verið sent nógu fljótt á svæðið í gær og ákvað hann því í kvöld að kalla út hundruð manna varalið bæjarins.

„Ég er virkilega sorgmæddur fyrir hönd fólksins í Ferguson sem vöknuðu í morgun og sáu að búið var að eyðileggja hluta af þeirra samfélagi. Enginn verðskuldar þetta. Við verðum að gera betur og við munum gera betur,“ sagði Nixon á blaðamannafundi á tíunda tímanum í kvöld.

Allt var á suðupunkti síðustu nótt eftir að kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að ákæra lögreglumann sem skaut unglingspilt í bænum í ágúst.  Mótmælendur kveiktu í byggingum og bílum, skotið var á lögreglu og hún grýtt. Hátt í sjötíu voru handteknir og haft var eftir lögreglustjóra í bænum að þetta hafi verið versta nótt í sögu Ferguson. 


Tengdar fréttir

Þúsundir fylgdu Brown til grafar

Fjölskylda Michaels Brown segir hann hafa verið ljúfling hinn mesta. Hann hafi verið metnaðargjarn og látið þau orð falla að nafn sitt yrði einhvern tímann á allra vörum.

Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms

Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu.

Óttast óeirðir í St. Louis

Kviðdómur í St. Louis í Bandaríkjunum hefur komist að niðurstöðu um hvort ákæra eigi lögreglumann sem skaut óvopnaðan unglingspilt til bana í ágúst síðastliðnum.

Skaut Brown tólf sinnum í sjálfsvörn

Ófriðarbálið logar í smábænum Ferguson í Bandaríkjunum eftir að ljóst þykir að lögreglumaður sem skaut 18 ára blökkupilt til bana í sumar verður ekki látinn svara til saka fyrir verknaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×