Félagsráðgjafar vísi fólki í ósamþykkt húsnæði Hjörtur Hjartarson skrifar 25. nóvember 2014 19:17 Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur. Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Fréttir af fólki í húsnæðisvanda vegna erfiðs leigumarkaðs eru ekki nýjar af nálinni. Sjónvarpsþátturinn Brestir beindi sjónum sínum að ákveðnu afsprengi þessa vandamáls í gærkvöld þegar hann heimsótti leigjendur sem búa í iðnaðarhúsnæði. Herbergin eru ekki samþykkt sem íbúðarhúsnæði og er aðbúnaður þar oft á tíðum skelfilegur. Leigjendur sem rætt var við í þættinum segja óþrifnaðinn algjöran, pöddur skríðandi um gólf og öllu lauslegu stolið. „Það er hinsvegar betra að búa hér en hvergi,“ sagði einn leigjandinn. Félagsráðgjafar í Reykjavík og Kópavogi hafa í fjölmörgum tilfellum vísað skjólstæðingum í húsnæðisvanda til leigumiðlunar sem býður upp á ósamþykkt iðnaðarhúsnæði. Þá eru dæmi þess að sveitarfélögin hafi milliðalaust greitt slíkum leigusölum tryggingu fyrir leigutakann. Eftirgrennslan fréttastofu í dag leiddi í ljós að félagsráðgjafar, bæði í Kópavogi og í Reykjavík vísa oft á tíðum skjólstæðingum sínum í þessar íbúðir sem eru í eigu Stefáns Kjærnested og leigðar út í gegnum vefinn leiguherbergi.is. „Það er auðvitað bara neyðin sem hefur ýtt okkur þangað. En ég sá þáttinn í gær og mér fannst þetta ótækt,“ segir Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðva Miðborgar og Hlíða. Bæði í Kópavogi og í Reykjavík hefur verið gengið skrefinu lengra og hefur trygging, sem samsvarar tveggja mánaða leigu, verið greidd beint til leigusala og má því segja að bæjarfélögin eigi í beinum viðskiptum við umræddan leigusala án þess að fyrirliggi þinglýstur leigusamningur. „Núna í seinni tíð þá höfum við, ef fólk getur náð sér í húsnæði á leigu, gengist inn á að samþykkja slíka hluti.“Heldurðu að félagsráðgjafar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir fara að vísa aftur í þessa leigumiðlun? „Ég get ekki sagt um það. Eins og ég sagði áðan þá er húsnæði alltaf húsnæði og það er betra heldur en að vera á götunni,“ segir Sigtryggur.
Tengdar fréttir Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38 Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Stefán Kjærnested: „Ég braut ekki lög“ Vísir fer yfir sögu Stefáns Kjærnested sem var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Brestir í gær. Stefán hefur áður verið til umfjöllunnar í fjölmiðlum í tengslum við slæman aðbúnað þeirra sem leigja hjá honum herbergi. 25. nóvember 2014 12:38
Fátækrahverfin í Reykjavík: "Þetta var hræðilegt“ Húsverðir reyndu að koma í veg fyrir að aðstaðan yrði skoðuð. 24. nóvember 2014 21:16