Evrópukeppnin 2016 sýnd á Skjánum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2014 10:05 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki gegn Hollandi í október. Vísir/Valli Lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sumarið 2016 verður sýnd á Skjánum. Aðeins RÚV hefur sýnt frá lokakeppninni til þessa en í tilkynningu frá Skjánum er greint frá því að stöðin verði með mótið á sínum snærum. „„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, í fréttatilkynningu. Leikir Íslands verða í opinni dagskrá. Íslenska karlalandsliðið hefur farið afar vel af stað í A-riðli undankeppninnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki af fjórum og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í lokakeppninni og sömuleiðis það lið í þriðja sæti með bestan árangur. Þá fara liðin sem hafna í þriðja sæti riðlanna í umspil. Evrópumótið var stækkað þannig að nú komast 24 lið í lokakeppnina. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016,“ segir Friðrik í tilkynningunni. Hvorki náðist í Friðrik né Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra sjónvarps á RÚV, við vinnslu fréttarinnar.Jón Daði Böðvarsson í 3-0 sigrinum í Lettlandi.Vísir/GettyFréttatilkynningin í heild sinniEvrópukeppnin í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2016 í Frakklandi verður sýnd á Skjánum. Frábær byrjun íslenska landsliðsins í undankeppninni gefur vonir um að okkar menn spili í Frakklandi. Verði sá draumur að veruleika mun Skjárinn tryggja landsmönnum leikina með Íslandi í opinni dagskrá.„Það er ekki spurning,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, sem fagnar því að Skjárinn hafi tryggt sér sýningarréttinn.„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú. Hvort tveggja kemur til að í fyrsta sinn leika 24 lið í úrslitunum og þessi möguleiki að Íslendingar eigi í fyrsta sinn lið á mótinu.“Friðrik segir Skjáinn ætla leggja metnað í að skemmta landanum og standa vel að útsendingum. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016.“ Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Lokakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu sumarið 2016 verður sýnd á Skjánum. Aðeins RÚV hefur sýnt frá lokakeppninni til þessa en í tilkynningu frá Skjánum er greint frá því að stöðin verði með mótið á sínum snærum. „„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, í fréttatilkynningu. Leikir Íslands verða í opinni dagskrá. Íslenska karlalandsliðið hefur farið afar vel af stað í A-riðli undankeppninnar. Liðið hefur unnið þrjá leiki af fjórum og á góðan möguleika á að tryggja sér sæti í lokakeppni stórmóts í fyrsta skipti. Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í lokakeppninni og sömuleiðis það lið í þriðja sæti með bestan árangur. Þá fara liðin sem hafna í þriðja sæti riðlanna í umspil. Evrópumótið var stækkað þannig að nú komast 24 lið í lokakeppnina. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016,“ segir Friðrik í tilkynningunni. Hvorki náðist í Friðrik né Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra sjónvarps á RÚV, við vinnslu fréttarinnar.Jón Daði Böðvarsson í 3-0 sigrinum í Lettlandi.Vísir/GettyFréttatilkynningin í heild sinniEvrópukeppnin í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2016 í Frakklandi verður sýnd á Skjánum. Frábær byrjun íslenska landsliðsins í undankeppninni gefur vonir um að okkar menn spili í Frakklandi. Verði sá draumur að veruleika mun Skjárinn tryggja landsmönnum leikina með Íslandi í opinni dagskrá.„Það er ekki spurning,“ segir Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri Skjásins, sem fagnar því að Skjárinn hafi tryggt sér sýningarréttinn.„Evrópumótið hefur ávallt verið stór viðburður á fjögurra ára fresti og verður enn stærri nú. Hvort tveggja kemur til að í fyrsta sinn leika 24 lið í úrslitunum og þessi möguleiki að Íslendingar eigi í fyrsta sinn lið á mótinu.“Friðrik segir Skjáinn ætla leggja metnað í að skemmta landanum og standa vel að útsendingum. „Þetta er stórt verkefni sem við ráðumst í en hlökkum bara til. Skjárinn sýndi enska boltann fyrir nokkrum árum ásamt öðrum íþróttum og við erum vel í stakk búin að tryggja landsmönnum taumlausa skemmtun sumarið 2016.“
Mest lesið Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira