Kvartar undan Sigríði og undrast að hún hafi verið sett yfir lekamálið Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. nóvember 2014 07:00 Spjót standa á Sigríði Björku Guðjónsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, vegna fyrri starfa hennar sem lögreglustjóri á Suðurnesjum. Fréttablaðið/GVA „Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við. Lekamálið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
„Ég sé ekki að það sé nokkur lagastoð fyrir slíkum gagnasendingum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður sem fyrir hönd erlendrar konu í lekamálinu svokallaða hefur kvartað til Persónuverndar yfir upplýsingagjöf frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Eins og fram hefur komið sendi þáverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fyrir ári greinargerð um mál hælisleitandans Tonys Omos til Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra. Sigríður Björk gefur ekki kost á viðtali en í yfirlýsingu á þriðjudag sagði hún að lögregluembættinu bæri að veita ráðuneyti, sem æðra stjórnvaldi, þær upplýsingar sem það óskaði eftir. Katrín Oddsdóttir, lögmaður Evelyn Glory Joseph, er á öðru máli.Katrín Oddsdóttir.Fréttablaðið/StefánSett yfir mál sem hún tengist „Það er ekki heimilt að senda gögn um grunaða menn í sakamálum og aðra nafngreinda einstaklinga eins og minn skjólstæðing til aðstoðarmanna ráðherra. Þá gæti aðstoðarmaður ráðherra krafist hvaða gagna sem er sem eru í rannsókn lögreglu,“ segir Katrín. Málið vindi sífellt meira og meira upp á sig og atburðarásin sé með ólíkindum. „Bara sú staðreynd að fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum hafi verið settur yfir lögregluna í Reykjavík á meðan rannsóknin á lekamálinu stóð enn yfir þó að hún hafi tengst þessu máli vekur mjög margar spurningar, eins og spurningar um hæfi. Sigríður hefur verið í samskiptum við þennan aðstoðarmann og virðist hafa verið handvalin og sett þarna inn án auglýsingar.“Gísli Freyr Valdórsson.Fréttablaðið/ErnirEkki öll kurl komin til grafar Stjórn Persónuverndar fundaði um málið að eigin frumkvæði á miðvikudag og ákvað þá að óska eftir upplýsingum um innihald greinargerðarinnar sem lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum. Katrín telur fjölþætt persónuverndarbrot hafi átt sér stað gegn Evelyn og því hafi hún síðdegis í gær sent inn kvörtun til Persónuverndar fyrir hönd hennar. Öll kurl séu ekki komin til grafar. „Þó að Gísli hafi játað ákveðna háttsemi sem hann var ákærður fyrir er greinilega miklu meira sem þarf að rannsaka og taka á hvort séu eðlileg vinnubrögð í okkar stjórnsýslu. Ég væri til í að vita hvort það viðgengst almennt að lögreglustjórar séu að senda pólitískt ráðnum aðstoðarmönnum ráðherra upplýsingar um sakamál og jafnvel að búa til greinargerðir með viðkvæmum persónuupplýsingum handa þeim.“Engin svör á Suðurnesjum Fréttablaðið beindi þeirri spurningu til lögreglunnar á Suðurnesjum hvaða lagaheimild embættið hefði stuðst við þegar aðstoðarmanni ráðherra var send greinargerð um Tony Omos. „Því er til að svara að undirrituðum er ekki kunnugt um samskipti ráðuneyta og einstakra undirstofnana. Um það mál sem sérstaklega er spurt um hefur undirritaður ekki vitneskju,“ segir í svari Ólafs Helga Kjartanssonar, núverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, fyrir hönd embættisins. „Rétt er að vekja athygli á því að málið sem spurt er um er til meðferðar Umboðsmanns Alþingis, sem mun væntanlega fara yfir alla þætti málsins,“ bætir hann við.
Lekamálið Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira