Innlent

Elín Hirst hissa á vinnubrögðum fréttastjóra

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/daníel
„Mér fannst það óviðeigandi að Óðinn Jónsson, fréttastjóri RÚV, skyldi lesa inngang að frétt um uppsagnir framkvæmdastjóra RÚV, þar með hans sjálfs,“ skrifar Elín Hirst, alþingiskona, í færslu á Fésbókarsíðu sinni.

Elín starfaði lengi á fjölmiðlum. Fyrst á Stöð 2 og síðar á Rúv. Á báðum miðlum gegndi hún um tíma stöðu fréttastjóra.

Óðinn Jónsson las inngang að hádegisfrétt Ríkisútvarpsins á þriðjudag þess þess efnis að öllum framkvæmdastjórum stofnunarinnar hefði verið sagt upp störfum, honum þar á meðal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×