Innlent

Kjaradeila kennara enn óleyst

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ólafur H. Sigurjónsson.
Ólafur H. Sigurjónsson. vísir/anton
Fjórði dagur verkfalls framhaldsskólakennara er í dag og lauk fundi samninganefndar ríkisins og Félags framhaldsskólakennara um kvöldmatarleytið í kvöld, aftur án niðurstöðu.

„Spurningin um styttingu framhaldsskólanna kom upp. Það kemur ekki til með að snerta kjaradeiluna og skiljum við því ekki hvers vegna þetta dúkkar upp á síðustu metrunum, og í miðju verkfalli,“segir Ólafur H. Sigurjónsson, formaður Félags framhaldsskólakennara.

Ólafur segir þetta grafalvarlegt mál, tuttugu þúsund nemendur séu án kennslu og því ekki þörf fyrir umræðu um styttingu skólanna á þessu stigi.

Deilendur munu aftur setjast við samningaborðið klukkan níu í fyrramálið í húsi Ríkissáttasemjara.




Tengdar fréttir

Engin lausn í sjónmáli

Fundi samninganefndar ríkisins og Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum lauk síðdegis í dag, án árangurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×