Vanbúið raflínukerfi gengur ekki lengur Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2014 18:45 Byggðalínan brotin í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu eftir áhlaupið í september 2012. Mynd/Stöð 2. Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet. Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Tvær þjóðir eru í landinu þegar kemur að raforkuöryggi, annars vegar íbúar suðvesturhornsins, sem búa við traust kerfi, og hins vegar aðrir landsmenn þar sem kerfið er algerlega vanbúið. Þetta sögðu forystumenn Landsnets í dag um leið og þeir sýndu dæmi um hvernig ný háspennulína yfir Sprengisand gæti litið út. Fjölsóttur kynningarfundur Landsnets endurspeglar það sem iðnaðarráðherrann, Ragnheiður Elín Árnadóttir, sagði í ávarpi sínu; að háspennulínur væru sennilega heitustu deilumálin í dag á sviði umhverfis- og skipulagsmála. Ráðherrann sagði fréttir síðustu daga af skerðingu raforku hins vegar sýna að vanbúið raflínukerfi væri raunverulegt vandamál. Brýnt væri að styrkja flutningskerfið svo fækka mætti flöskuhálsum sem hindruðu hagkvæmustu nýtingu virkjana. Þetta væri sérstaklega mikilvægt til að geta hámarkað orkuvinnslugetu kerfisins með samkeyrslu vatnsmiðlana. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, sagði byggðalínuna komna að þanmörkum. Hann sagði landsmenn í raun búa við tvö flutningskerfi raforku. Annarsvegar væri sterkt kerfi á suðvesturlandi sem þyldi allt að því hvað sem er án þess að til meiriháttar truflana kæmi. Utan suðvesturlands væri staðan allt önnur. Sem dæmi um hve alvarlegt ástandið væri nefndi Þórður að á síðasta ári hefðu þessi tvö kerfi skilist að 23 sinnum, eða að meðaltali aðra hverja viku. „Þetta gengur ekki lengur. Kerfið utan suðvesturlands er algerlega vanbúið í dag að takast á við áföll,” sagði Þórður.Háspennlína með möstrum með einum legg.Grafísk mynd/Landsnet.Háspennulína yfir Sprengisand er það sem ráðamenn Landsnets kynntu sem helstu aðgerðina til að bæta úr og sýndu þeir mismunandi dæmi um hvernig möstur gætu litið út. Þeir lýstu einnig hugmyndum um að línan færi að hluta í jörð en sögðu það hlutverk Alþingis en ekki Landsnets að marka stefnu um í hvaða tilvikum jarðstrengir ættu að koma í stað loftlína. Það er einmitt það sem ráðherrann boðar að verði lagt fyrir þingið að ákveða. Ragnheiður Elín hyggst leggja fram þingsályktunartillögu á haustmánuðum þar sem stefnan verði mörkuð.Háspennulína með möstrum með tveimur leggjum.Grafísk mynd/Landsnet.
Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira