Erlent

Ástralskar leitarvélar snúa til baka

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ein af áströlsku leitarvélunum.
Ein af áströlsku leitarvélunum. vísir/afp
Slæm leitarskilyrði eru nú á sunnanverðu Indlandshafi, undan ströndum Perth í Ástralíu, þar sem gervihnattamyndir sýndu brak sem hugsanlegt að sé úr týndri farþegavél Malaysia Airlines.

Fjöldi flugvéla og skipa eru á leið að svæðinu en nú þegar hafa ástralskar flugvélar hafið leit að brakinu en án árangurs. Rigning er og slæmt skyggni, auk þess sem dimmt er orðið þar sem klukkan er farin að nálgast 22 í Perth. Hafa flugvélarnar því snúið til baka og munu þær halda áfram leit í fyrramálið.

Gervihnattamyndirnar voru teknar 16. mars en það hefur tekið tíma að rannsaka þær nánar og var greint frá tilvist þeirra á ástralska þinginu í morgun. Fréttastofa Sky greinir frá því að verið sé að taka fleiri gervihnattamyndir af svæðinu.

Kort sem sýnir nýja leitarsvæðið.

Tengdar fréttir

Óttast að 239 séu látnir

Forsætisráðherra Malasíu segir of snemmt að kalla hvarf farþegaþotunnar í dag hryðjuverk.

Farþegavél hvarf af ratsjá

Víðtæk leit stendur yfir á Suður- Kínahafi að farþegaþotu Malaysian Airlines sem hvarf af radar í gærkvöldi. 239 manns voru um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×