Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Flestir sem sækja bótarétt sinn hafa ekki fengið rétta eða bestu mögulega meðferð við sjúkdómi sínum, eða fengið alvarlega fylgikvilla í kjölfar meðferðar. nordicphotos/getty Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira