Þriðjungur fær bætur vegna heilsutjóns Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2014 09:16 Flestir sem sækja bótarétt sinn hafa ekki fengið rétta eða bestu mögulega meðferð við sjúkdómi sínum, eða fengið alvarlega fylgikvilla í kjölfar meðferðar. nordicphotos/getty Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu. Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Aðeins um þriðjungur þeirra sem tilkynna líkamlegt eða geðrænt tjón vegna læknisrannsókna eða sjúkdómsmeðferða fær tjón sitt bætt. Tilkynningum um slíkt heilsutjón hefur fjölgað mjög frá því lög um sjúklingatryggingu voru sett 2001. Málin eru tilkynnt til Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) vegna meðferðar á opinberum heilbrigðisstofnunum, en tjón sem verða á einkareknum stofnunum eru tilkynnt til vátryggingafélaga. Tilkynnt hefur verið um 1.153 mál á 13 árum. Alls hafa 948 mál verið afgreidd og þar af hafa 339 sjúklingar fengið mál sín samþykkt og greiddar bætur. Berglind Ýr Karlsdóttir, deildarstjóri hjá SÍ, segist gera ráð fyrir að fjölgun tilkynninga sé vegna þess að fólk sé meðvitaðra um réttindi sín en ekki að atvikum sé að fjölga. „Það er líka misjafnt eftir árum hversu hátt hlutfall mála er samþykkt. Þessi mál eru lengi í meðhöndlun og því mögulegt að afgreiðsla og niðurstaða komi á öðru ári en tilkynningin,“ segir Berglind.Aðsend myndAð meðaltali fá um 35 prósent sjúklinga greiddar bætur. „Ástæðan fyrir háu hlutfalli synjana gæti tengst því að fólk, sem fær ekki fullan bata en átti von á því, hefur ekki endilega forsendur fyrir því að átta sig á hvort meðferð hafi verið veitt með réttum hætti eða ekki. Það er mjög skiljanlegt.“ Til að sækja rétt sinn í gegnum sjúklingatryggingu þurfa ekki að hafa orðið mistök í strangasta skilningi og ekki er nauðsynlegt að sanna sök starfsmanns heldur er málið byggt á læknisfræðilegu mati. Minni sönnunarbyrði, ásamt því að hámark bóta er tíu milljónir króna, gerir því sjúklingatryggingu frábrugðna skaðabótatryggingu.
Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira