Eftirlitsleysi með lögráðamönnum sjálfræðissviptra Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 17. maí 2014 19:30 Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í minnisblaði sem Geðhjálp sendi á innanríkisráðuneytið í byrjun apríl, kemur fram að víða sé pottur brotinn í málefnum sjálfræðissviptra einstaklinga og lögráðamanna þeirra hér á landi. Ekki liggja fyrir samræmdar verklagsreglur um hvernig vali og eftirliti með störfum lögráðamannana er háttað og því er afar óljóst hvað felst í því að vera lögráðamaður hjá ólíkum sýslumannsembættum. Í 54. grein lögræðislaga kemur fram að lögráðamaður skuli vera lögráða og fjár síns ráðandi, ráðvandur og ráðdeildarsamur og að öðru leiti vel til starfsins fallinn. Aftur á móti er ekk farið fram á að lögráðamaður sé með hreint sakavottorð né skili inn öðrum vottorðum, til dæmis í tengslum við fjármál. Afleiðingin getur því verið að óæskilegir einstaklingar taki að sér ábyrð á sjálfræðissviptum einstaklingum – sumum mjög veikum. Í minnisblaðinu sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að dæmi sé um að dæmdur kynferðisafbrotamaður hafi verið lögráðamaður mjög veiks einstaklings. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að eftirliti með störfum lögráðamanna sé ábótavant. „Það virðist vera mjög lítið eftirlit. Það getur valdið því að það er brotið á mannréttindum fólks og það fær ekki þá þjónstu sem það á að fá með alvarlegum afleiðingum," segir hún. Þegar einstaklingur er sviptur sjálfræði eru lögráðamenn yfirleitt valdir af honum sjálfum eða viðkomandi sýslumannsembætti. Þegar sýslumannsembætti velja lögráðamenn verða lögmenn fyrir valinu en í öðrum tilfellum er um að ræða ættingja eða vini. Ekki hafa verið teknar saman heildartölur um fjölda lögráðamanna eða greiðslur til þeirra. Sjálfræðissviptir einstaklingar, sem eru í flestum tilfellum á örorkubótum, greiða lögráðamanni sínum laun úr eigin vasa. Lögmenn fá greidddar tólf þúsund krónur á klukkustund fyrir vinnu sína í starfi lögráðamanna en ættingjar og vinir þiggja oft ekki laun fyrir slíka vinnu. Anna Gunnhildur segir ekki eðlilegt að sjálfræðissviptir greiði þennan kostnað úr eigin vasa. „Í íslensku velferðarsamfélagi finnst mér hræðilegt að svona veikt fólk þurfi að borga fólki til að taka ákvarðanir um líf þess," segir Anna Gunnhildur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira