„Hefði aldrei fengið þessa viðurkenningu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2014 21:49 Guðrún segir að gildi viðurkenningarinnar hafi rýrnað við nýjar upplýsingar. visir/gva „Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér. Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Við hjá Stígamótum erum vissulega mjög leiðar yfir þessu og urðum fyrir miklum vonbrigðum,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, í samtali við Vísi í kvöld. Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir ræddi opinskátt um einelti sem hún hafi orðið fyrir á netmiðlum í Kastljósi á Rúv í kvöld. Sagði Hafdís Hildi Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. „Mér fannst Hafdís Huld hugrökk í Kastljósinu og skilaði hún ábyrgðinni á þann stað sem hún á heima.“ Guðrún segir að verðlaunin sem slík skipti litlu máli í þessu samhengi. „Okkur grunaði ekki að Hildur Lilliendahl hagaði sér svona sjálf þegar við veittum henni þessa viðurkenningu. Það segir sig sjálft að hefði okkur grunað að hún hefði gerst sek um hatursfulla umræðu á netinu þá hefðum við aldrei veitt henni viðurkenninguna.“ „Með því að hafa gengist við þessum ummælum þá dæmir hún sig í raun og veru bara sjálf,“ segir Guðrún. „Það hefði litið allt öðruvísi út ef við hefðum veitt henni þessa viðurkenningu vitandi að hún hagaði sér svona sjálf. Þá hefði það verið mjög vítavert. Viðurkenningin gekk út á það að heiðra konu sem þætti svona framkoma óþolandi. Gerist hún sjálf sek um slíka framkomu er það jafn óþolandi,“ segir Guðrún sem ítekar að viðurkenningin sé algjört aukaatriði. Gildi hennar hafi þó vissulega rýrnað við nýjar upplýsingar. „Hvort viðurkenningin verði tekin til baka eða ekki finnst mér í raun og veru engu breyta.“ Hafdís Huld leitaði til Stígamóta haustið 2012 rétt eftir að Hildur hafði fengið hugrekkisverðlaun Stígamóta. „Hún var að færa okkur fréttir sem við höfðum ekki hugmynd um og þetta voru mikil vonbrigði.“ Hildur sagðist í samtali við Vísi í kvöld aldrei hafa haldið því fram að hún væri einhver engill. Viðtalið í heild sinni má sjá hér.
Tengdar fréttir „Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20 „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fleiri fréttir Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Sjá meira
„Aldrei haldið því fram að ég sé einhver engill“ Hildur Lilliendahl segir málið slitið úr samhengi og að hennar hlið hafi ekki fengið að koma nægjanlega vel fram í umfjöllun Kastljóss 27. febrúar 2014 21:20
„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Hildur Lilliendahl og maður hennar hafa gengist við að hafa viðhaft gróft persónuníð í garð söngkonunnar Hafdísar Huld. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld. 27. febrúar 2014 19:48