„Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Jóhannes Stefánsson og Stefán Árni Pálsson skrifar 27. febrúar 2014 19:48 Hafdís Huld sagði sögu sína í Kastljósinu í kvöld. Mynd/Kastljós Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir var gestur í Kastljósinu á RÚV í kvöld þar sem hún talaði um einelti sem hún varð fyrir á netinu. Hafdís talaði meðal annars um að Hildur Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. Fram kom í þættinum að Hafdís hafa leitaði til lögreglunnar árið 2012 eftir að hún komst að því að hver skrifaði niðrandi ummæli um sig á vefsíðunni Bland.is árin 2009 og 2010. Fyrst hafi hún talið að viðkomandi ætti bágt. Henni hafi brugðið er í ljós kom að um væri að ræða konu sem barist hefði gegn niðrandi skrifum á internetinu. Hildur segist skammast sín fyrir ummælin. Hún sagði mann sinn hafa skrifað sum ummælin enda hafi hann haft aðgang að notendanafni hennar á Bland.is. Maður Hildar gekkst við því í samtali við Kastljós. Hildur lét ummælin falla undir notendanafninu „NöttZ“ á spjallsvæði Bland.is Í umræðuþráðum á vefsíðunni eru ummæli hennar um Hafdísi rakin. Þar skrifar hún meðal annars að sér hafi borist sms-skilaboð. Aðspurð hver þau séu skrifar Hildur: „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Þá hafi hún einnig deilt skilaboðunum „Hver vill koma út að drepa?“ þar sem umræðuefnið var tónlist Hafdísar Huldar. Hildur hefur haldið því fram að maðurinn hennar hafi látið hluta ummælanna falla. „Svona á maður ekki að tala um fólk,“ segir Hildur sem hefur beðist afsökunar á ummælunum.Hildur svarar fyrir ummæli sín og útskýrir sína hlið í viðtali á Vísi. Sjá hér.Hildur segir að neðri ummælin hafi borist sér í SMS-skilaboðum og hún endurbirt þau.Mynd/Kastljós„Ég fékk ábendingu um að þessi ummæli væru til staðar og mér brá mjög mikið,“ sagði Hafdís Huld Þrastardóttir í Kastljósinu í kvöld. „Það kom upp umræða á Bland.is undir titlinum: Hver vill koma út að drepa? Ég komst síðar að því að þetta væri kona sem heitir Hildur Lilliendahl.“ „Fólk má hafa skoðanir á list eins og það vill en það er samt alltaf ákveðin lína og þegar verið er að hóta manni um nauðgun og annað af slíkum toga þarf að taka það alvarlega.“ Hafdís sagðist hafa haft samband við forsvarsmenn Bland.is og beðið þá um að taka út allar umræður um hana. Við því hafi verið orðið.Frá afhendingu Stígamótaverðlaunanna haustið 2012.„Í hvert skipti sem einhver talaði að um mig á Bland.is byrjaði manneskja undir nafninu NöttZ að tala um mig,“ sagði Hafdís Huld í Kastljósi. „Rétt fyrir jólin 2012 sé ég í fjölmiðlum að Hildi er veitt hugrekkisverðlaun Stígamóta. Mér fannst það stinga mig aðeins að hún væri að fá slík verðlaun. Hún gefur sig út fyrir að vera talskona gegn netníði sem mér finnst skjóta skökku við,“ sagði Hafdís Huld. „Rétt fyrir jólin fór ég til lögreglunnar og ætlaði að skoða hvort ég gæti kært fyrir meiðyrði. Það var of langur tími liðin frá því að ummælin voru skrifuð og því gat ég ekkert gert.“ Tvö ár voru liðin frá því ummælin voru skrifuð og því ekki hægt að kæra þau. „Það hvarflaði ekki að mér að manneskja í svona stöðu myndi haga sér svona á netinu og ég hefði stigið fyrr fram ef ég hefði vitað það.“Hildur hefur gengist við þessum ummælum og beðist afsökunar.Mynd/Kastljós„Rétt eftir að þessi viðurkenning var veitt fer ég að tala við Stígamót. Maður er svo ánægður með samtök sem eru að berjast fyrir ofbeldi gegn konum,“ sagði Hafdís Huld. „Þær sögðu við mig að þær grunaði ekki að konan sem þær veittu þessa viðurkenningu til myndi haga sér svona. Það er verið að þakka henni fyrir að draga fram í dagsljósið orðrétt ummæli um konur." Hildur sagði í samtali við Kastljósið fyrr dag að hún skammaðist sín um ummæli varðandi þroskaskerðinguna. Önnur ummæli væru ekki hennar og í sumum tilfellum hafi maður hennar skrifað undir hennar notendanafni. Hann staðfesti það í samtali við Kastljós. Tengdar fréttir Stígamótaverðlaunin veitt í dag Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg. 23. nóvember 2012 18:52 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Söngkonan Hafdís Huld Þrastardóttir var gestur í Kastljósinu á RÚV í kvöld þar sem hún talaði um einelti sem hún varð fyrir á netinu. Hafdís talaði meðal annars um að Hildur Lilliendahl hafi farið þar fremst í flokki. Hildur hefur í gegnum tíðina verið róttækur femínisti og barist ötullega fyrir réttindum kvenna. Hún hefur hlotið viðurkenningar frá Stígamótum fyrir baráttu sína. Fram kom í þættinum að Hafdís hafa leitaði til lögreglunnar árið 2012 eftir að hún komst að því að hver skrifaði niðrandi ummæli um sig á vefsíðunni Bland.is árin 2009 og 2010. Fyrst hafi hún talið að viðkomandi ætti bágt. Henni hafi brugðið er í ljós kom að um væri að ræða konu sem barist hefði gegn niðrandi skrifum á internetinu. Hildur segist skammast sín fyrir ummælin. Hún sagði mann sinn hafa skrifað sum ummælin enda hafi hann haft aðgang að notendanafni hennar á Bland.is. Maður Hildar gekkst við því í samtali við Kastljós. Hildur lét ummælin falla undir notendanafninu „NöttZ“ á spjallsvæði Bland.is Í umræðuþráðum á vefsíðunni eru ummæli hennar um Hafdísi rakin. Þar skrifar hún meðal annars að sér hafi borist sms-skilaboð. Aðspurð hver þau séu skrifar Hildur: „Myndirðu nauðga Hafdísi Huld með tjaldhæl?“ Þá hafi hún einnig deilt skilaboðunum „Hver vill koma út að drepa?“ þar sem umræðuefnið var tónlist Hafdísar Huldar. Hildur hefur haldið því fram að maðurinn hennar hafi látið hluta ummælanna falla. „Svona á maður ekki að tala um fólk,“ segir Hildur sem hefur beðist afsökunar á ummælunum.Hildur svarar fyrir ummæli sín og útskýrir sína hlið í viðtali á Vísi. Sjá hér.Hildur segir að neðri ummælin hafi borist sér í SMS-skilaboðum og hún endurbirt þau.Mynd/Kastljós„Ég fékk ábendingu um að þessi ummæli væru til staðar og mér brá mjög mikið,“ sagði Hafdís Huld Þrastardóttir í Kastljósinu í kvöld. „Það kom upp umræða á Bland.is undir titlinum: Hver vill koma út að drepa? Ég komst síðar að því að þetta væri kona sem heitir Hildur Lilliendahl.“ „Fólk má hafa skoðanir á list eins og það vill en það er samt alltaf ákveðin lína og þegar verið er að hóta manni um nauðgun og annað af slíkum toga þarf að taka það alvarlega.“ Hafdís sagðist hafa haft samband við forsvarsmenn Bland.is og beðið þá um að taka út allar umræður um hana. Við því hafi verið orðið.Frá afhendingu Stígamótaverðlaunanna haustið 2012.„Í hvert skipti sem einhver talaði að um mig á Bland.is byrjaði manneskja undir nafninu NöttZ að tala um mig,“ sagði Hafdís Huld í Kastljósi. „Rétt fyrir jólin 2012 sé ég í fjölmiðlum að Hildi er veitt hugrekkisverðlaun Stígamóta. Mér fannst það stinga mig aðeins að hún væri að fá slík verðlaun. Hún gefur sig út fyrir að vera talskona gegn netníði sem mér finnst skjóta skökku við,“ sagði Hafdís Huld. „Rétt fyrir jólin fór ég til lögreglunnar og ætlaði að skoða hvort ég gæti kært fyrir meiðyrði. Það var of langur tími liðin frá því að ummælin voru skrifuð og því gat ég ekkert gert.“ Tvö ár voru liðin frá því ummælin voru skrifuð og því ekki hægt að kæra þau. „Það hvarflaði ekki að mér að manneskja í svona stöðu myndi haga sér svona á netinu og ég hefði stigið fyrr fram ef ég hefði vitað það.“Hildur hefur gengist við þessum ummælum og beðist afsökunar.Mynd/Kastljós„Rétt eftir að þessi viðurkenning var veitt fer ég að tala við Stígamót. Maður er svo ánægður með samtök sem eru að berjast fyrir ofbeldi gegn konum,“ sagði Hafdís Huld. „Þær sögðu við mig að þær grunaði ekki að konan sem þær veittu þessa viðurkenningu til myndi haga sér svona. Það er verið að þakka henni fyrir að draga fram í dagsljósið orðrétt ummæli um konur." Hildur sagði í samtali við Kastljósið fyrr dag að hún skammaðist sín um ummæli varðandi þroskaskerðinguna. Önnur ummæli væru ekki hennar og í sumum tilfellum hafi maður hennar skrifað undir hennar notendanafni. Hann staðfesti það í samtali við Kastljós.
Tengdar fréttir Stígamótaverðlaunin veitt í dag Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg. 23. nóvember 2012 18:52 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Stígamótaverðlaunin veitt í dag Aðgerðarsinninn og femínistinn, Hildur Lilliendahl, fékk hugrekkisviðurkenningu frá Stígamótum í dag fyrir verkefni sitt, Karlar sem hata konur, þar sem hún tekur saman ummæli á netinu sem er kvenfjandsamleg. 23. nóvember 2012 18:52