Íslenski boltinn

Þróttur bjargaði jafntefli gegn botnliðinu

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hlynur Hauksson og félagar fengu stig í Skagafirðinum.
Hlynur Hauksson og félagar fengu stig í Skagafirðinum. Vísir/daníel
Tindastóll var nálægt því að vinna sinn fyrsta leik í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar þegar liðið gefði jafntefli við Þrótt, 2-2, á Sauðárkróksvelli í kvöld.

Stólarnir gerðu tvö jafntefli í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni en voru síðan þá búnir að tapa fjórum í röð.

Loftur Páll Eiríkssson og Mark Charles Magee komu Tindastóli í 2-0 í fyrri hálfleik, en Ragnar Pétursson minnkaði muninn fyrir Þrótt, 2-1. Þróttarar skoruðu svo jöfnunarmark í seinni hálfleik, 2-2.

Stólarnir eru áfram í botnsæti deildarinnar með þrjú stig, en Þróttarar eru í fimmta sæti eftir leikinn með 13 stig og geta misst toppliðin fram úr sér á morgun.

Nýliðar KV töpuðu á sama tíma sínum þriðja leik í röð í deildinni, en vesturbæjarliðið steinlá gegn Selfossi á heimavelli, 3-1.

Gunnar Helgi Steindórsson fékk rautt spjald í liði KV á 23. mínútu og fjórum mínútum síðar kom Ingvi Rafn Óskarsson Selfossi yfir, 1-0.

Andrew James Pew tvöfaldaði forskotið fyrir Selfoss á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og Hafþór Mar Aðalgeirsson innsiglaði öruggan sigur gestanna á 77. mínútu. KV minnkaði muninn undir lokin en nær komst liðið ekki. Lokatölur, 3-1.

KV er í níunda sæti deildarinnar með sjö stig en Selfoss lyfti sér upp í sjötta sætið með sigrinum í kvöld, en liðið er með ellefu stig eftir átta leiki.

Markaskorarar fengnir frá úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×