„Í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum“ Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2014 15:46 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson færði Akureyringum tíðindin í hádeginu í dag. „Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nú eftir hádegið. Á fundinum færði Sigmundur Davíð þau tíðindi að ákveðið hefðið verið að flytja Fiskistofu á Akureyri, eins og Vísir sagði frá í dag. Sigmundur sagði að tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu væri „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.“ Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að uppbygging yrði að vera um allt land. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess.“ Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. Þannig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,“ var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu. Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem hafa verið í Hafnarfirði undanfarin níu ár, fara norður. „Megin starfssemi Fiskistofu flyst á Akureyri en enn verða þó áfram starfræktar starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Starfsstöðvar Fiskistofu eru í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og voru á Akureyri, en flytjast nú væntanlega til Reykjavíkur. Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
„Það er síðan í skoðun að flytja fleiri stofnanir norður á Akureyri á næstu misserum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í ræðu sinni á ársfundi Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar nú eftir hádegið. Á fundinum færði Sigmundur Davíð þau tíðindi að ákveðið hefðið verið að flytja Fiskistofu á Akureyri, eins og Vísir sagði frá í dag. Sigmundur sagði að tilfærsla höfuðstöðva Fiskistofu væri „í samræmi við stefnu ríkisstjórnarinnar að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni.“ Í ræðu sinni sagði forsætisráðherra að uppbygging yrði að vera um allt land. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess.“ Ríkisvaldið gæti lagt sitt af mörkum í uppbyggingu landsbyggðarinnar með því að dreifa störfum hins opinbera um landið. „Efst á blaði hjá ríkisstjórninni er að huga að þeim ráðstöfunum til þess að uppbyggingin á landinu eigi sér stað um allt land en ekki bara á afmörkuðum hluta þess. Störfin eru ekki eins háð staðsetningu en áður, og því hlýtur það að gilda í báðar áttir. Þannig getum við unnið að því að byggja upp fleiri og sterkari kjarna um allt land og það er markmiðið að allt landið sé undir í uppbyggingunni,“ var meðal þess sem forsætisráðherra sagði í hádeginu. Höfuðstöðvar Fiskistofu, sem hafa verið í Hafnarfirði undanfarin níu ár, fara norður. „Megin starfssemi Fiskistofu flyst á Akureyri en enn verða þó áfram starfræktar starfsstöðvar á fimm stöðum á landinu,“ sagði Sigmundur Davíð. Starfsstöðvar Fiskistofu eru í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði, Höfn í Hornafirði og voru á Akureyri, en flytjast nú væntanlega til Reykjavíkur.
Tengdar fréttir Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30 „Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
Fiskistofa flutt á Akureyri Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði. 27. júní 2014 14:30
„Ég efast um að einhver fari norður“ „Það tekur þessu enginn vel. Þetta var bara köld vatnsgusa í andlitið. Við lítum á þetta sem ígildi fjöldauppsagna,“ segir reynslumikill starfsmaður hjá Fiskistofu. 27. júní 2014 15:38