Innlent

Fiskistofa flutt á Akureyri

Kjartan Atli Kjartansson og Sveinn Arnarsson skrifar
Fiskistofa hefur verið flutt á Akureyri.
Fiskistofa hefur verið flutt á Akureyri.
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherrra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun að Fiskistofa yrði flutt norður á Akureyri. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er ljóst að þetta er mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið í Eyjafirði.

Á vef Fiskistofu kemur fram að stofnunin annast stjórnsýsluverkefni á sviði sjávarútvegsmála, lax- og silungsveiði, fiskræktar, fiskeldis, hvalveiða o.fl. Hlutverk Fiskistofu er jafnframt að safna upplýsingum um framangreinda málaflokka. Höfuðstöðvar Fiskistofu hafa verið í Hafnarfirði frá árinu 2005. Starfsstöðvar eru víða um land; í Vestmannaeyjum, á Stykkishólmi, á Ísafirði og Höfn í Hornarfiði. Einnig hefur starfsstöð verið rekin á Akureyri. Áður en höfuðstöðvarnar voru fluttar í Hafnarfjörð var stofnunin til húsa í Höfn við Ingólfsstræti frá árinu 1992. Árni Mathiessen var sjávarútvegsráðherra þegar Fiskistofa var flutt í Hafnarfjörð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×