Erlent

Stæra sig af þrælahaldi

Atli Ísleifsson skrifar
Þúsundir Jasída hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna ofsókna IS-liða í Írak.
Þúsundir Jasída hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna ofsókna IS-liða í Írak.
IS-samtökin stæra sig af hafa hreppt jasídískar konur og börn í ánauð í nýjustu útgáfu áróðurstímarits samtakanna. IS reynir að réttlæta þrælahaldið þrátt fyrir að íslamski heimurinn fordæmi slíkt.

Í fjórða tölublaði áróðurstímaritsins Dabiq útlista samtökin hvernig liðmenn þess hafi tekið konur og börn höndum, skilið þau að og síðan haldið þeim sem þrælum. Segir að konum sé meðal annars haldið sem kynlífsþrælum.

Samtökin segja það forsvaranlegt að hreppa fólki af minnihlutahópi Jasída í ánauð þar sem „þeir séu djöfladýrkendur“ og öðruvísi villitrúarmenn en til dæmis kristnir.

Í frétt Dagens Nyheter kemur fram að mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafi um helgina birt skýrslu þar sem þau víðtækum kynferðisbrotum og annars konar brot gegn Jasídum er lýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×