Fótbolti

Aron: Það geta allir verið sáttir

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
„Sex stig af sex mögulegum. Er þetta byrjunin sem þið bjuggust við?“ spurði Arnar Björnsson landsliðsfyrirliðann Aron Einar Gunnarsson á Hótel Nordica í gær.

„Við, hópurinn, bjuggumst kannski við þessu. Við setjum gríðarlega pressu á okkur sjálfir. En það geta allir verið sáttir. Við erum með markatöluna 6-0, við bjuggumst kannski ekki alveg við því.

„En þetta er búið að vera gríðarlega sterkt hjá okkur og það að byrja þessa undankeppni svona vel er virkilega jákvætt,“ svaraði Aron sem skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Lettlandi í Ríga á föstudagskvöldið.

Aron verður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland mætir Hollandi í kvöld, en hann kom inn á sem varamaður þegar liðin mættust síðast, á Laugardalsvellinum í undankeppni HM 2010, 6. júní 2009. Holland hafði betur í þeim leik, 1-2.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ísland, Noregur og Belgía unnu stærstu sigra kvöldsins

Önnur umferð fór fram í kvöld í þremur riðlum í undankeppni EM 2016 í fótbolta og þar á meðal var keppni í riðli okkar Íslendinga. Íslensku strákarnir unnu 3-0 sigur í Lettlandi sem var einn af stærstu sigrum kvöldsins.

Ísland spilaði sóknarleik líkt og um handboltaleik væri að ræða

Ísland hefur aldrei byrjað betur í undankeppni stórmóts. Það varð ljóst eftir glæstan 3-0 sigur á Lettlandi á Skonto-leikvanginum í Ríga í gær. Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson og Rúrik Gíslason skoruðu mörk Íslands í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×