Fótbolti

Ragnar: Engin hræðsla hjá okkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ragnar Sigurðsson reiknar með því að fá meira að gera í kvöld en í síðustu landsleikjum Íslands. Hann og aðrir varnarmenn Íslands munu standa í ströngu í kvöld er liðið mætir Hollandi í undankeppni 2016 á Laugardalsvelli.

Ísland er á toppi riðilsins með fullt hús stiga og markatöluna 6-0. Hollendingar eru hins vegar með þrjú stig en bronsliðið frá HM í sumar ætlar sér sigur í leiknum.

„Við ætlum að halda áfram að spila eins og við höfum verið að gera. Varnarleikurinn hefur verið ótrúlega góður frá aftasta manni og nota svo strákana frammi til að skapa færi og skapa mörk.“

Ragnar segir að hann hafi vissulega áhyggjur af stórstjörnum hollenska liðsins en að engin hræðsla ríki í íslenska hópnum. „Við erum bara tilbúnir í þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×