Pistorius skoðaði klámsíður nóttina fyrir morðið Júlía Margrét Einarsdóttir skrifar 19. mars 2014 20:48 Pistorius ræðir við lögmann sinn á þrettánda degi. Visir/AFP Nýjustu fregnir af réttarhöldunum yfir suður-afríska hlaupagarpinum Oscar Pistorius, sem eins og kunnugt er skaut unnustu sína Reevu Steenkamp til bana fyrir rúmi ári síðan, herma að tölvubúnaður hlauparans hafi verið notaður nóttina fyrir morðið í að vafra á bíla- og klámsíðum. Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og verjendur hafa látið af. Fréttastofa ABC greinir frá. Pistorius neitar því enn að morðið, sem átti sér stað á Valentínusardeginum á síðasta ári, hafi verið framið að yfirlögðu ráði og heldur því fram að hann hafi talið að um innbrotsþjóf hafi verið að ræða þegar hann skaut í gegnum salernishurð á heimili sínu. Þegar Reeva fannst látin var hún í varnarstöðu með hendur yfir höfði sér sem bendir til að hún hafi vitað af því að hún væri í hættu þegar hún var skotin. Vitni hafa einnig greint frá því að öskur frá henni hafi borist úr íbúðinni á meðan á skothríðinni stóð, en verjendur segja það ekki hæft í ljósi þess að fyrsta skotið sem í hana fór hafi hæft hana í höfuðið og hún hafi látist samstundis, og því ekki getað gefið frá sér hljóð. Rannsóknir á vettvangi benda til að Pistorius hafi ekki verið með gervifæturna á sér þegar atvikið átti sér stað, sem verjendur segja að renni stoðum undir að morðið hafi ekki verið planað fyrirfram. Oscar Pistorius Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Nýjustu fregnir af réttarhöldunum yfir suður-afríska hlaupagarpinum Oscar Pistorius, sem eins og kunnugt er skaut unnustu sína Reevu Steenkamp til bana fyrir rúmi ári síðan, herma að tölvubúnaður hlauparans hafi verið notaður nóttina fyrir morðið í að vafra á bíla- og klámsíðum. Saksóknari vill með þessu sýna fram á að samband þeirra hafi líklega ekki verið eins hamingjuríkt og verjendur hafa látið af. Fréttastofa ABC greinir frá. Pistorius neitar því enn að morðið, sem átti sér stað á Valentínusardeginum á síðasta ári, hafi verið framið að yfirlögðu ráði og heldur því fram að hann hafi talið að um innbrotsþjóf hafi verið að ræða þegar hann skaut í gegnum salernishurð á heimili sínu. Þegar Reeva fannst látin var hún í varnarstöðu með hendur yfir höfði sér sem bendir til að hún hafi vitað af því að hún væri í hættu þegar hún var skotin. Vitni hafa einnig greint frá því að öskur frá henni hafi borist úr íbúðinni á meðan á skothríðinni stóð, en verjendur segja það ekki hæft í ljósi þess að fyrsta skotið sem í hana fór hafi hæft hana í höfuðið og hún hafi látist samstundis, og því ekki getað gefið frá sér hljóð. Rannsóknir á vettvangi benda til að Pistorius hafi ekki verið með gervifæturna á sér þegar atvikið átti sér stað, sem verjendur segja að renni stoðum undir að morðið hafi ekki verið planað fyrirfram.
Oscar Pistorius Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira