Dularfull kattahvörf í Mosfellsbæ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2014 16:34 Svo virðist sem feðgar séu á ferð í Mosfellsbæ og stundi það að stela saklausum og gæfum heimilisköttum. Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.) Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira
Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.)
Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Sjá meira