Dularfull kattahvörf í Mosfellsbæ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2014 16:34 Svo virðist sem feðgar séu á ferð í Mosfellsbæ og stundi það að stela saklausum og gæfum heimilisköttum. Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.) Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.)
Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira