Dularfull kattahvörf í Mosfellsbæ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2014 16:34 Svo virðist sem feðgar séu á ferð í Mosfellsbæ og stundi það að stela saklausum og gæfum heimilisköttum. Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.) Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Því er haldið fram á bland.is að ónefndir feðgar stundi það að nema á brott gæfa heimilisketti, taki af þeim ólina og keyri þá uppí Kjós og skilji þá eftir. Á bland.is vekur notandi sem kallar sig Dalmatíuhund, athygli á þessu dularfulla máli: „Var að flytja í mosó og er að fara að fá mér kött. Langar að hleypa henni ut en var að heyra af þessum kisu hvörfum í mosó. Feðgar eru að nema kisur á brott sem eru gjæfar, taka af þeim ólarnar og skilja eftir uppí kjós. Fékk þær upplýsingar að þeir búi í holtunum og ef eg búi ekki þar þa se ég safe. Ég bý í teigunum, sem eru hinu megin við holtahverfið. Stór umferðargata á milli. Á eg að þora að hleypa kisu út? :/ Er einhver hér sem a útikisu og hefur ekki verið neitt vandamál? :)“ Nokkrar umræður spinnast um þetta, og margir kannast við málið en aðrir benda á að lausaganga katta sé vandamál sem taka beri á. Vísir setti sig í sambandi við bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og þar var fyrir svörum Aldís Stefánsdóttir kynningar- og upplýsingarfulltrúi. Hún grennslaðist fyrir um málið samkvæmt ósk Vísis og setti sig í samband við þjónustumiðstöðina. „Sem sér meðal annars um dýraeftirlit. Þangað myndi fólk líklega snúa sér með þessi mál eða til lögreglunnar væntanlega. Þeir kannast ekki við þetta sem talað er um á bland. Það er almennt talið að lausaganga katta sé ekki vandamál í Mosfellsbæ. Stundum koma upp kvartanir vegna katta og þá eru sett upp búr og ef óskilakettir koma í þau þá er þeim keyrt í Kattholt,“ segir Aldís. Vísir komst því ekki lengra með rannsókn þessa dularfulla máls en ef einhver býr yfir upplýsingum sem þessu tengjast þá væru þær vel þegnar.(Ath! Myndin af kettinum tengist fréttinni ekki. Hinn gullfallegi köttur sem á myndinni er heitir Mía, eða Miami Ösp, var í eigu útvarpsmannsins Andra Freys Viðarssonar en er nú búsettur að heimili Hrefnu Sætran meistarakokks.)
Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira