Brottfall nemenda stóreykst í verkfalli Snærós Sindradóttir skrifar 19. mars 2014 09:13 Heimavist Menntaskólans á Ísafirði stendur nærri auð í verkfalli framhaldsskólakennara VÍSIR/Pjetur Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi. Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Skólastjórar framhaldsskóla hafa þungar áhyggjur af því að verkfall muni stórauka brotfall nemenda úr skólum. Hefðbundið hlutfall brottfalls úr framhaldsskólum er um 20 prósent en það er langt yfir meðaltali OECD-ríkjanna.Jón Reynir Sigurvinsson, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, segir að brottfall hafi aukist mjög í síðasta verkfalli framhaldsskólakennara árið 2000 sem stóð yfir í átta vikur.Af kynningarfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um nýja skýrslu í skólamálumVÍSIR/Stefán„Það er alltaf hætt við því að þó verkfall sé stutt þá verði aukið brottfall en hættan er þó meiri eftir því sem lengra líður.“ Jón segir að heimavist skólans sé nánast auð enda hafi flestir nemendur farið heim þegar verkfall hófst.Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, tekur í sama streng: „Brottfall hjá okkur er mjög lágt en þau eru mörg sem réðu sig í vinnu og þá er freistandi að fara ekki úr henni ef verkfall dregst á langinn.“ Hún segir að erfitt hafi verið að koma nemendum í gang eftir verkfall framhaldsskólakennara árið 2000 „Þeir sem standa höllum fæti eru þeir sem við getum ekki haldið utan um meðan á verkfalli stendur.“Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á TröllaskagaVÍSIR/Gísli KristinssonBrottfall nemenda úr framhaldsskólum kostar þjóðfélagið 14 milljónir á hvern nemanda eða 52 milljarða króna fyrir nemendahópinn í heild. Þetta kemur fram í útreikningum Eyjólfs Sigurðssonar hagfræðings sem birtir voru í nýrri skýrslu Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kynnt var á mánudag. Í skýrslunni kemur fram að kostnaðurinn skýrist meðal annars af þeim tekjum sem vænta megi að einstaklingar hefðu haft ef þeir hefðu haldið áfram námi. Búast má við því að einstaklingur með háskólapróf fái 88 prósent hærri tekjur um ævina en þeir sem aðeins ljúka grunnskólaprófi.
Kennaraverkfall Tengdar fréttir Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45 Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01 Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00 Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Nemendur nú þegar hættir vegna verkfalls Dæmi eru um að nemendur hafi nú þegar hætt í námi vegna verkfallsins til að byrja að vinna. Þá segja forsetar nemendafélaganna í MH og MR óvissuna vera algjöra fyrir nemendur sem stefna á nám erlendis næsta haust. 17. mars 2014 19:45
Brotið tvöfalt á fötluðum nemendum í kennaraverkfallinu Í verkfalli framhaldsskólakennara fá fatlaðir nemendur hvorki sérstaka aðstoð við námið né þjónustu sem tengist fötlun þeirra. Nemandi sendur heim á morgnana úr skammtímavistun vegna verkfallsins. Foreldrar bjarga málum frá degi til dags. 19. mars 2014 09:01
Engin lausn í sjónmáli í kennaradeilu: "Við gefumst aldrei upp" Framhaldsskólakennarar eru í baráttuhug og tilbúnir í langt verkfall ef þörf krefur. Kennarar sem rétt var við í dag segja ummæli menntamálaráðherra um styttingu náms blauta tusku í andlitið og segja hann skulda þjóðinni svör. 18. mars 2014 20:00
Nemendur mæta til að læra - Óvissir hvað verður Verkfall framhaldsskólakennara hófst á miðnætti og framhaldsskólanemendur gátu því sofið út í morgun. Það voru þó ekki allir sem nýttu sér það tækifæri. 17. mars 2014 14:00