Aftur eða fram Einar Benediktsson skrifar 19. mars 2014 07:00 Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun