Aftur eða fram Einar Benediktsson skrifar 19. mars 2014 07:00 Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Argentína er að sögn eina landið, sem farið hefur þróunarferilinn aftur á bak, þ.e. frá velmegun í fátækt. Á sínum tíma var Argentína ríkara þjóðfélag en Þýskaland eða Frakkland en er nú ekki hálfdrættingur þeirra. Hagstjórn Argentínu síðustu áratugina er saga síendurtekinna mistaka óábyrgrar stjórnmálaforystu. Eftir endurtekin kreppuskeið hefur tekið við óbeislaður fjáraustur hins opinbera, mikil skattlagning á útflutning og víðtæk innflutningshöft. Enn gætir áhrifa af því pólitíska þjóðernisrugli, sem kennt er við þau Juan og Evitu Perón og að allt hið illa komi frá spákaupmennsku stórvelda eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óreiða Argentínu hefur líka grafið undan Mercosur, tollabandalagi grannríkja. Minnisstæð er heimsókn til Úrúgvæ, þá er bjartsýni ríkti um framtíð þessa efnahagssamstarfs og að Montevídeó fengi sama hlutverk og Brussel í ESB. Sé litið til Evrópusambandsins er Eistland dæmi til hins gagnstæða. Eftir að Eistar komust undan yfirráðum Sovétríkjanna 1991 greip ríkisstjórn ungra fullhuga, 35 ára að meðalaldri, af festu til aðgerða og tryggði aðild að NATO og Evrópusambandinu. Ánægju- og lærdómsríkt var að vera samtíða fyrsta sendiherra þeirra í Washington, Toomas Henrik Ilves, nú forseta Eistlands. Uppbygging þeirra byggði á einkavæðingu, frjálsum viðskiptum, ábyrgri fjármálamálastefnu með jöfnum tekjuskatti, nú 21 %. Þá var efnahagsvanda áranna 2008-2009 svarað með miklum samdráttaraðgerðum í niðurskurði ríkisútgjalda og evran varð lögeyrir í Eistlandi. Á árunum 2010-2013 var hagvöxtur að meðaltali um 4%. Eistland er í fremstu röð landa heims í tæknivæðingu og laðar til sín erlenda fjárfesta.Lexía fyrir okkur? Gæti þróun Argentínu og Eistlands hugsanlega verið lexía fyrir okkur sem erum enn önnur þjóðfélagsleg útgáfa? Væntanlega verður að draga þá ályktun, að utan ytri skilyrða sé það mannlegi þátturinn sem skilur milli þjóða í árangri. Þjóðfélagslegur þroski birtist í ábyrgu og heiðarlegu stjórnmálalífi, sem leiðir til trausts á að stefna stjórnvalda vinni að almannaheill. Því fylgir skilningur á því að stefnumörk í hagstjórn, eins og ESB leitast við að ná, séu til heilla. Og er ekki þar að finna margrædda gjá milli þjóðar og þings á Íslandi? Víst er spillingin í Suður-Ameríku mikil, en þá má líka spyrja hvort Íslendingar séu þar sögulegir sakleysingar. Það er nú að falla í gleymsku að tveir stærstu stjórnmálaflokkar landsins stunduðu í áratugi svokölluð helmingaskipti, sem þá voru tryggð með fjárfestingar- og innflutningsleyfaveitingum, skipun bankastjóra, fjáraustri sitt á hvað í sveitakjördæmin o.s.frv. Nú horfir Eistland til bjartrar framtíðar í Myntbandalagi Evrópu. Þeir lögðu á sig þann aga að mæta Maastricht-skilyrðunum til upptöku evrunnar varðandi verðbólgu, ríkisskuldir, viðskiptahalla og hagvöxt. Það er einmitt þetta verkefni sem okkur ber að leysa sem aðildarríki að ESB. Á því ríður framtíðarheill Íslands en ekki í niðurstöðum samninga um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál ef þeir verða okkur aðgengilegir svo sem forystumenn Evrópusambandsins hafa tekið fram. Þeir bíða þolinmóðir eftir því að við tökum upp þráðinn á ný. Við blasa erfiðustu verkefni sem Íslendingar hafa þurft að glíma við. Það er að losna úr heljargreipum ónýts gjaldmiðils, sem fest hefur landið í höftum lamandi efnahagslífið og framfarir. Um afnám gjaldeyrishaftanna og uppgjör búa föllnu bankanna, hefur Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagt: „Ég held að það sé mikilvægt að menn hafi það í huga að þetta er mjög stórt og flókið mál, þarna fáum við eitt skot og það verður að heppnast.“ Ekki vil ég trúa að að Ísland verði viðskila við Evrópusambandið þegar meirihluti þjóðarinnar vill sjá og taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæði. Án þeirrar aðildar og nýs gjaldmiðils myndum við dragast ört aftur úr og fljótlega lenda í einhverju fyrra þróunarstigi vegna atgervisflótta og vöntunar fjárfestinga.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun