„Spítali verður ekki rekinn án lækna“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. október 2014 18:43 Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna, sem samþykktu verfallsboðun með miklum meirihluta í vikunni. „Atburðir eins og þessir valda á allan hátt auknu álagi á spítalann. Þetta er mjög slæm staða að vera í“, segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Verkfallsréttur lækna er takmarkaður en lögum samkvæmt verður veikustu sjúklingunum tryggð nauðsynleg þjónusta. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands verða aldrei samtímis í verkfalli, en um er að ræða fimm fjögurra daga verkfallslotur á tveggja vikra fresti frá og með 27 október. Sama fyrirkomulag verður á verkfallslotum félagsmanna í skurðlæknafélaginu, en þær verða þrjár frá og með fjórða nóvember. Það er því ljóst að verkföllin munu skarast, en Ólafur segir stjórn Landspítalans þegar hafa hafið vinnu við gerð viðbragsðáætlunar með tilliti til öryggismála vegna þessa. „Við erum að byrja þennan undirbúning, en það kostar mikla vinnu og mikla fyrirhöfn að stilla þetta allt saman. Það er alveg ljóst að spítali verður ekki rekinn án lækna,“ segir Ólafur. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. „Ég tel að við eigum, og hef talað fyrir því, að vera samkeppnisfær á sviði heilbrigðisvísinda og starfsmannahaldi á við önnur Norðurlönd. Raunar er það inni í stjórnarsáttmálanum okkar og ég tel það sameiginlegt verkefni okkar Íslendinga að búa svo um hnútana að þannig sé,“ segir Kristján. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum hefur þungar áhyggjur af yfirvofandi verkföllum lækna og skurðlækna, sem samþykktu verfallsboðun með miklum meirihluta í vikunni. „Atburðir eins og þessir valda á allan hátt auknu álagi á spítalann. Þetta er mjög slæm staða að vera í“, segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á LSH. Verkfallsréttur lækna er takmarkaður en lögum samkvæmt verður veikustu sjúklingunum tryggð nauðsynleg þjónusta. Félagsmenn í Læknafélagi Íslands verða aldrei samtímis í verkfalli, en um er að ræða fimm fjögurra daga verkfallslotur á tveggja vikra fresti frá og með 27 október. Sama fyrirkomulag verður á verkfallslotum félagsmanna í skurðlæknafélaginu, en þær verða þrjár frá og með fjórða nóvember. Það er því ljóst að verkföllin munu skarast, en Ólafur segir stjórn Landspítalans þegar hafa hafið vinnu við gerð viðbragsðáætlunar með tilliti til öryggismála vegna þessa. „Við erum að byrja þennan undirbúning, en það kostar mikla vinnu og mikla fyrirhöfn að stilla þetta allt saman. Það er alveg ljóst að spítali verður ekki rekinn án lækna,“ segir Ólafur. Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, segir að þjóðarsátt þurfi að nást um að læknastéttin verði samkeppnishæf við nágrannaríkin. „Ég tel að við eigum, og hef talað fyrir því, að vera samkeppnisfær á sviði heilbrigðisvísinda og starfsmannahaldi á við önnur Norðurlönd. Raunar er það inni í stjórnarsáttmálanum okkar og ég tel það sameiginlegt verkefni okkar Íslendinga að búa svo um hnútana að þannig sé,“ segir Kristján.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira