Banaslys á Akranesi: BMW-jeppinn á mun meiri hraða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2014 12:58 Frá slysstað í apríl í fyrra. Mynd/Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Ökumaður BMW-jeppa sem ók yfir á rangan vegarhelming í veg fyrir Yaris-fólksbifreið aðfaranótt laugardagsins 6. apríl í fyrra var ofurölvi. Afleiðingarnar voru þær að ökumaður fólksbifreiðarinnar, sautján ára gömul stúlka, lést. Auk þess var jeppanum ekið á 94-101 km/klst hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Í skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, sem birt var á vef nefndarinnar í dag, kemur fram að áfengismagn í blóði ökumanns jeppans hafi verið 2,7 prómill. „Einstaklingur undir svo miklum áfengisáhrifum er rænulítill og hefur skerta stjórn á hreyfingum auk annarra þátta sem skerða ökuhæfni. Líkur á að missa meðvitund sökum ölvunar eru talsverðar í þessu ástandi.“ Ökumaður jeppans, kona á fimmtugsaldri, var dæmd í tólf mánaða fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands í desember síðastliðnum. Játaði konan brot sitt afdráttarlaust. Í dómnum sagði að konan hefði sýnt af sér stórfellt og vítavert gáleysi með akstri sínum og valdið dauða og verulega eignatjóni. Mikill stærðar- og þyngdarmunur var á bílunum tveimur. BMW-jeppinn var 2020 kg að þyngd en Yaris-bíllinn 935 kg. Þá er jeppinn mun hærri en Yaris-inn. „Sökum þessara tveggja þátta varð höggið þyngra og óhagstæðara fyrir minni bifreiðina og mikil aflögun varð inni í ökumannsrými hennar,“ segir í skýrslunni. Þá benda hraðaútreikningar til þess að Yarisinn hafi verið á 70-80 km/klst hraða en BMW-jeppinn á 94-101 km/klst hraða þegar slysið átti sér stað. Báðir ökumenn voru spenntir í öryggisbelti og loftpúðar í stýrinu blésu út.Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59 12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28 Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59 Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Fleiri fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjá meira
Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Segir málatilbúnaðinn í héraðsdómi til háborinnar skammar. 12. desember 2013 13:59
12 mánaða fangelsi fyrir manndráp af gáleysi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í dag konu í tólf mánaða fangelsi, þar af níu skilorðsbundna, fyrir manndráp af gáleysi. Konan ók bíl undir áhrifum áfengis á Akrafjallsvegi í byrjun apríl síðastliðinn. Bíllinn lenti í árekstri við bíl sem kom úr gagnstæðri átt með þeim afleiðingum að stúlka lést. 17. desember 2013 18:28
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem lést í bílslysi á Akrafjallsvegi norðan við Hvalfjarðargöngin í fyrrinótt hét Lovísa Hrund Svavarsdóttir. Hún var sautján ára gömul. 7. apríl 2013 14:59
Farið fram á 12 til 18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi Í dag var þingfesting í Héraðsdómi Vesturlands í máli gegn konu sem ók ölvuð á bifreið þar sem 17 ára stúlka var ökumaður, með þeim afleiðingum að stúlkan lést. 11. desember 2013 19:22