Innlent

Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður DV, er hér fyrir miðju.
Þorsteinn Guðnason, nýr stjórnarformaður DV, er hér fyrir miðju. Vísir/Anton
Ný stjórn útgáfufélagsins Dv ehf. var kjörinn á framhaldsaðalfundi félagsins, en honum lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þorsteinn Guðnason er nýr stjórnarformaður. Auk hans sitja í stjórn Lilja Skaftadóttir, Ólafur Magnússon, Jón Þorsteinn Gunnarsson og Björgvin Þorsteinsson.

Hart hefur verið barist um DV að undanförnu. Fundurinn hófst um fimm leytið í dag, en hann átti að hefjast klukkan þrjú. Áður en fundurinn hófst var grandskoðað hvort þeir sem mættir voru væru raunverulegir hluthafar DV eða umboðsmenn þeirra.

Þorsteinn segir í samtali við Vísi að hópurinn sem standi að baki honum eigi um sjötíu prósent í félaginu. Hann segir einnig að engin ákvörðun hafi verið tekin um framhaldið né um stöðu Reynis Traustasonar ritstjóra DV.

Reynir segir í samtali við fréttastofu 365 að sér sé létt þar sem fundurinn sé búinn og vonar að nýir hluthafar og stjórn fari vel með miðilinn.

Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur á fundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×