Reynir bíður eftir brottrekstrinum Samúel Karl Ólason skrifar 5. september 2014 23:05 Vísir/Anton „Ég er kátur fyrir mína hönd og bíð eftir brottrekstrinum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, í samtali við Vísi. „Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“ „Þeim hefur tekist ágætlega að sópa upp hlutum í félaginu,“ segir Reynir. Hann segir hluti sem gengið hafi kaupum og sölum á fundinum suma hafa selst dýru verði. Reyni er þó létt með að þessum átökum sé lokið, en þó hefur hann áhyggjur af starfsmönnum DV. Þegar hafa einhverjir blaðamenn DV sagt upp störfum sínum. „Ég er kvíðinn fyrir ritstjórninni, en ég hef trú á að fólk muni ekki ganga þar um á skítugum skónum.“ Suma af nýjum stjórnarmeðlimum DV segist Reynir ekki kannast við og hefur hann áhyggjur af ætlan nýrra stjórnarmanna. „Ég hef áhyggjur af því að inn í fyrirtækið séu að koma öfl, sem hafi ekki áhuga á að blaðið sé að fjalla um spillingarmál með aggresívum hætti.“ „Ég er enn ritstjóri, en mín ráðgjöf til nýrrar stjórnar er að þeir ættu að standa við samninginn við Björn Leifsson. Þeir lofuðu honum að reka mig og ég ráðlegg þeim að standa við loforðið. Ég verð manna glaðastur,“ segir Reynir. „Þessi öfl hjálpa honum að ná fram hefnd, sem er þó ekki hefnd heldur líknadauði,“ segir hann og bætir við að síðustu mánuðir hafi reynst erfiðir. Tengdar fréttir Reyni tíðrætt um jakkafötin Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra. 5. september 2014 16:42 Björn Leifsson mættur á fundinn Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag. 5. september 2014 15:34 Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV "Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar," segir Reynir Traustason. 5. september 2014 11:58 Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Ég er kátur fyrir mína hönd og bíð eftir brottrekstrinum,“ segir Reynir Traustason, ritstjóri DV, í samtali við Vísi. „Þetta var hundleiðinlegur fundur. Hörkuátök og mikið af kaupsamningum voru gerðir á servíettur sem endaði með því að við töpuðum.“ „Þeim hefur tekist ágætlega að sópa upp hlutum í félaginu,“ segir Reynir. Hann segir hluti sem gengið hafi kaupum og sölum á fundinum suma hafa selst dýru verði. Reyni er þó létt með að þessum átökum sé lokið, en þó hefur hann áhyggjur af starfsmönnum DV. Þegar hafa einhverjir blaðamenn DV sagt upp störfum sínum. „Ég er kvíðinn fyrir ritstjórninni, en ég hef trú á að fólk muni ekki ganga þar um á skítugum skónum.“ Suma af nýjum stjórnarmeðlimum DV segist Reynir ekki kannast við og hefur hann áhyggjur af ætlan nýrra stjórnarmanna. „Ég hef áhyggjur af því að inn í fyrirtækið séu að koma öfl, sem hafi ekki áhuga á að blaðið sé að fjalla um spillingarmál með aggresívum hætti.“ „Ég er enn ritstjóri, en mín ráðgjöf til nýrrar stjórnar er að þeir ættu að standa við samninginn við Björn Leifsson. Þeir lofuðu honum að reka mig og ég ráðlegg þeim að standa við loforðið. Ég verð manna glaðastur,“ segir Reynir. „Þessi öfl hjálpa honum að ná fram hefnd, sem er þó ekki hefnd heldur líknadauði,“ segir hann og bætir við að síðustu mánuðir hafi reynst erfiðir.
Tengdar fréttir Reyni tíðrætt um jakkafötin Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra. 5. september 2014 16:42 Björn Leifsson mættur á fundinn Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag. 5. september 2014 15:34 Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV "Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar," segir Reynir Traustason. 5. september 2014 11:58 Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Reyni tíðrætt um jakkafötin Kosning nýrrar stjórnar útgáfufélags DV er á dagskrá framhaldsaðalfundarins. Í kjölfarið tekur ný stjórn til starfa. Samkvæmt heimildum Vísis innan úr hluthafahópnum verður boðað til stjórnarfundar sem fyrst og verður þar rætt um ráðningu nýs ritstjóra. 5. september 2014 16:42
Björn Leifsson mættur á fundinn Hluthafar í DV ehf. eru mættir á aðalfund hlutafélagsins sem fram fer öðru sinni á Hótel Natura í dag. 5. september 2014 15:34
Hefur ekki áhuga á að sitja áfram í stjórn DV "Hvernig sem fer þá held ég að það sé ágætt að ég sé utan stjórnar," segir Reynir Traustason. 5. september 2014 11:58
Ný stjórn DV kjörin á aðalfundi Mikið gekk á á fundinum og gengu hlutabréf í félaginu kaupum og sölum. Skrifað var undir kaupsamninga hlutabréfa á servíettur. 5. september 2014 22:29