Lítil breyting virðist hafa orðið á eldgosinu í Holuhrauni í nótt. Jarðskjálftar mældust á svipuðum slóðum og síðustu daga, í Bárðarbungu, í ganginum bæði nyrst og undir Dyngjujökulssporðinum og við Herðubreiðartögl.
Tveir nokkuð stórir skjálftar hafa riðið yfir frá því í gærkvöldi. Sá fyrri var 4,3 stig með upptök í Bárðarbungu um klukkan hálftólf og sá seinni mældist 5,2 stig á sama stað rétt fyrir klukkan hálftvö. Heildarfjöldi skjálfta frá miðnætti er um 100.
