Píka eða budda, pjalla eða klobbi? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. október 2014 20:39 Ekki eru allir á eitt sáttir með hvaða orð skuli nota yfir kynfæri stúlkna og kvenna. Sigrún Bragadóttir skrifar opið bréf til bókaútgáfunnar Óðinsauga á vefritið knuz.is í dag. Í bréfinu gagnrýnir Sigrún bækurnar Líkaminn hennar Söru og Líkaminn hans Jóa en þær komu út í fyrra. Bækurnar eru ætlaðar börnum og fjalla um líkamann, eins og titlarnir gefa til kynna. Bréfið kallar Sigrún „Buddubréf“ og vísar þar til orðsins „budda“ sem notað er yfir kynfæri Söru í bókunum. Sigrún bendir á að það orð sé einnig notað yfir peningabuddur. Kynfæri Jóa eru hins vegar einfaldlega kölluð „typpi“. Sigrún vísar í upphafi greinarinnar í það að á Akureyri séu píkur kallaðar buddur, og peningabuddur nefndar eitthvað annað. Í bréfinu spyr hún hvað greini að píku og buddu, fyrir utan notkunina á orðinu fyrir norðan. Hún veltir því upp hvort að fullorðið fólk þori ekki að nefna líkamshluta sínum réttu nöfnum: „Það vill nefnilega þannig til að ytri kynfæri stúlkna og kvenna heita píkur en vegna þess hve gildishlaðið orðið„píka“ er á margt fólk í stökustu vandræðum að tala um þennan líkamshluta. Kannski er það ekkert skrítið því fáir líkamshlutar hafa verið jafn niðurlægðir í gegnum tíðina, brotið á þeim, hrækt á þá eða þeir uppnefndir á viðurstyggilegan hátt. Af því leiðir líklega að í viðleitni til að tala fallega um píkur eru iðulega dregin upp hin furðulegustu gælunöfn á borð við dúlla, blúnda, kjallari, kisa, stína, klobbi, pjása, rifa og……BUDDA!“ Sigrún telur það algjöran óþarfa að nota orðið „budda“ yfir píku í nýlegum barnabókum, þrátt fyrir að fólk frá Akureyri myndi aldrei nota orðið í merkingunni „peningabudda“. „Buddur geyma klink, píkur geyma t.d leg og eggjastokka. Í buddur má troða ýmsu smálegu en ekki í píkur, það getur verið hættulegt. [...] Hversu gagnlegt er það fyrir líkamsmynd og kynverund stúlkna að fá þau skilaboð að þær séu með buddu í klofinu?“ Í svari við greinina segir útgefandi bókarinnar, Huginn Þór Grétarsson, segir það ekki á dagskrá Óðinsauga að hefta tjáningarfrelsi rithöfunda og að þeir megi nota þau orð sem þeim er tamt að nota. Huginn segir jafnframt: „Við hjá bókaútgáfunni Óðinsauga höfum greinilega misst af þeim fundi allsráðandi tungumálafrömuða þar sem sú ákvörðun var tekin að aðeins eitt orð megi nota um kynfæri ungra stúlkna. Að héðan í frá sé eitt „ríkisorð“ og noti höfundar okkar önnur áður góð og gild orð úr íslenskri tungu verði þeir fyrir aðkasti á opinberum vettvangi.“ Hann segir að budda, klobbi, pjalla og fleiri orð hafi verið notuð yfir kynfæri stúlkna og þau séu öll góð og gild. Að úthrópa þau sem eitthvað pjatt sé frekt og merki um þröngsýni. Þá tekur Huginn fram að orðið „píka“ geti líka haft fleiri en eina merkingu en honum þyki það þó hið ágætasta orð. Honum þykir umræðan bera vott af ofríki og segir það ekki á dagskrá útgáfunnar „að hefta tjáningarfrelsi höfunda, vegna hreyfingar sem telur sig hafa fundið hið eina sanna orð yfir kynfæri stúlkna/kvenna.“ Nokkrar umræður hafa líka spunnist um greinina á Facebook-síðu knuz.is en þar segir Sigga Dögg kynfræðingur meðal annars þetta: „Þetta er ekki spurning um að banna önnur orð heldur að kenna rétta orðið. Auðvitað eru til gælunefni en það verður að hafa réttnefni með og kenna muninn þar á. Er mín skoðun (og annarra sérfræðinga).“ Post by knuz.is. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sigrún Bragadóttir skrifar opið bréf til bókaútgáfunnar Óðinsauga á vefritið knuz.is í dag. Í bréfinu gagnrýnir Sigrún bækurnar Líkaminn hennar Söru og Líkaminn hans Jóa en þær komu út í fyrra. Bækurnar eru ætlaðar börnum og fjalla um líkamann, eins og titlarnir gefa til kynna. Bréfið kallar Sigrún „Buddubréf“ og vísar þar til orðsins „budda“ sem notað er yfir kynfæri Söru í bókunum. Sigrún bendir á að það orð sé einnig notað yfir peningabuddur. Kynfæri Jóa eru hins vegar einfaldlega kölluð „typpi“. Sigrún vísar í upphafi greinarinnar í það að á Akureyri séu píkur kallaðar buddur, og peningabuddur nefndar eitthvað annað. Í bréfinu spyr hún hvað greini að píku og buddu, fyrir utan notkunina á orðinu fyrir norðan. Hún veltir því upp hvort að fullorðið fólk þori ekki að nefna líkamshluta sínum réttu nöfnum: „Það vill nefnilega þannig til að ytri kynfæri stúlkna og kvenna heita píkur en vegna þess hve gildishlaðið orðið„píka“ er á margt fólk í stökustu vandræðum að tala um þennan líkamshluta. Kannski er það ekkert skrítið því fáir líkamshlutar hafa verið jafn niðurlægðir í gegnum tíðina, brotið á þeim, hrækt á þá eða þeir uppnefndir á viðurstyggilegan hátt. Af því leiðir líklega að í viðleitni til að tala fallega um píkur eru iðulega dregin upp hin furðulegustu gælunöfn á borð við dúlla, blúnda, kjallari, kisa, stína, klobbi, pjása, rifa og……BUDDA!“ Sigrún telur það algjöran óþarfa að nota orðið „budda“ yfir píku í nýlegum barnabókum, þrátt fyrir að fólk frá Akureyri myndi aldrei nota orðið í merkingunni „peningabudda“. „Buddur geyma klink, píkur geyma t.d leg og eggjastokka. Í buddur má troða ýmsu smálegu en ekki í píkur, það getur verið hættulegt. [...] Hversu gagnlegt er það fyrir líkamsmynd og kynverund stúlkna að fá þau skilaboð að þær séu með buddu í klofinu?“ Í svari við greinina segir útgefandi bókarinnar, Huginn Þór Grétarsson, segir það ekki á dagskrá Óðinsauga að hefta tjáningarfrelsi rithöfunda og að þeir megi nota þau orð sem þeim er tamt að nota. Huginn segir jafnframt: „Við hjá bókaútgáfunni Óðinsauga höfum greinilega misst af þeim fundi allsráðandi tungumálafrömuða þar sem sú ákvörðun var tekin að aðeins eitt orð megi nota um kynfæri ungra stúlkna. Að héðan í frá sé eitt „ríkisorð“ og noti höfundar okkar önnur áður góð og gild orð úr íslenskri tungu verði þeir fyrir aðkasti á opinberum vettvangi.“ Hann segir að budda, klobbi, pjalla og fleiri orð hafi verið notuð yfir kynfæri stúlkna og þau séu öll góð og gild. Að úthrópa þau sem eitthvað pjatt sé frekt og merki um þröngsýni. Þá tekur Huginn fram að orðið „píka“ geti líka haft fleiri en eina merkingu en honum þyki það þó hið ágætasta orð. Honum þykir umræðan bera vott af ofríki og segir það ekki á dagskrá útgáfunnar „að hefta tjáningarfrelsi höfunda, vegna hreyfingar sem telur sig hafa fundið hið eina sanna orð yfir kynfæri stúlkna/kvenna.“ Nokkrar umræður hafa líka spunnist um greinina á Facebook-síðu knuz.is en þar segir Sigga Dögg kynfræðingur meðal annars þetta: „Þetta er ekki spurning um að banna önnur orð heldur að kenna rétta orðið. Auðvitað eru til gælunefni en það verður að hafa réttnefni með og kenna muninn þar á. Er mín skoðun (og annarra sérfræðinga).“ Post by knuz.is.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira