Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðuna: „Endursýna gamalt efni“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. október 2014 16:36 Orð Sigmundar Davíðs um endursýnt efni féllu í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni. Vísir / GVA „Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni. Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira
„Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni.
Alþingi Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Sjá meira