Kylfuberi lést á miðjum hring á Evrópumótaröðinni 13. maí 2014 21:13 Keppendur minntust McGregor með mínútu þögn. Getty Á meðan að Jordan Spieth, Martin Kaymer og fleiri þekkt nöfn háðu spennandi baráttu um sigurinn á Players meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi var ekki alveg jafn bjart yfir Madeira meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni og fór fram á sama tíma. Þar gerðist sá hræðilegi atburður að kylfuberinn Ian McGregor lést úr hjartaáfalli á níundu holu á Santo da Serra vellinum en hann starfaði fyrir skoska kylfinginn Alastair Forsyth. Hlé var gert á mótinu eftir atvikið sem gerðist á lokahringnum en McGregor var 52 ára gamall og var frá Zimbabwe. Evrópumótaröðin gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem tilkynnt var um andlát hans og aðstandendum sendar samúðarkveðjur, í henni kemur einnig fram að fundað hafi verið með þátttakendum um framhaldið og ákveðið hafi verið að klára mótið. Alastair Forsyth sýndi gríðarlegan andlegan styrk til þess að klára hringinn en spurður af fréttamönnum hvernig hann fór að því að halda áfram eftir jafn hræðilegan atburð þá svaraði hann einfaldlega, „Ian hefði viljað að ég kláraði. Hann var frábær kylfuberi og enn betri maður, það á eftir að verða erfitt að komast yfir þetta.“ Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Á meðan að Jordan Spieth, Martin Kaymer og fleiri þekkt nöfn háðu spennandi baráttu um sigurinn á Players meistaramótinu sem fram fór um síðustu helgi var ekki alveg jafn bjart yfir Madeira meistaramótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni og fór fram á sama tíma. Þar gerðist sá hræðilegi atburður að kylfuberinn Ian McGregor lést úr hjartaáfalli á níundu holu á Santo da Serra vellinum en hann starfaði fyrir skoska kylfinginn Alastair Forsyth. Hlé var gert á mótinu eftir atvikið sem gerðist á lokahringnum en McGregor var 52 ára gamall og var frá Zimbabwe. Evrópumótaröðin gaf út yfirlýsingu í kjölfarið þar sem tilkynnt var um andlát hans og aðstandendum sendar samúðarkveðjur, í henni kemur einnig fram að fundað hafi verið með þátttakendum um framhaldið og ákveðið hafi verið að klára mótið. Alastair Forsyth sýndi gríðarlegan andlegan styrk til þess að klára hringinn en spurður af fréttamönnum hvernig hann fór að því að halda áfram eftir jafn hræðilegan atburð þá svaraði hann einfaldlega, „Ian hefði viljað að ég kláraði. Hann var frábær kylfuberi og enn betri maður, það á eftir að verða erfitt að komast yfir þetta.“
Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira