Innlent

Segir þrýsting í fjölmiðlum ekki hafa áhrif

Lögregla þurfti að kalla á liðsauka þegar um tuttugu manns mótmæltu harðlega ómannúðlegri meðferð á Izekor Osazee, hælisleitanda frá Nígeríu, í Innanríkisráðurneytinu í dag. 

Izekor Osazee var handtekin í gærmorgun þegar hún kom á lögreglustöð til að sinna tilkynningarskyldu. Eftir að hafa setið í fangaklefa í rúmlega sjö klukkustundir var henni sleppt úr haldi vegna stefnumótunar í Innanríkisráðuneytinu. Brottvísun hennar hefur verið frestað. 

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, segir mál Izekor hafa sérstöðu og að þrýstingur í fjölmiðlum hafi ekki haft áhrif á að úrskurður yfir henni var dreginn til baka.

„Það kemur þarna upp tilvik sem menn telja eðlilega ástæðu til að skoða betur og stjórnkerfið verður líka að hafa hugrekki til þess. Það verður að gæta þess að við viðhöldum almennu reglunni en það koma auðvitað upp tilvik þar sem vakin er athygli á ákveðnum málum sem hugsanlega mega betur fara,“ segir Hanna Birna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×