Flugmenn gagnrýna yfirstjórn Icelandair Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 13. maí 2014 14:54 vísir/anton brink „Eins og öllum er ljóst er staða samningamála komin á alvarlegt stig. Viðsemjendur okkar hafa ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við kröfur okkar og halda sig fast við 2,8 prósent.“ Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), sem kom út í dag. Í fréttabréfinu kemur fram að laun stjórnarformanns Icelandair Group hafi á þriggja ára tímabili hækkað um 109,2 prósent og laun stjórnarmanns Icelandair Group hafi hækkað um 211,3 prósent. Árslaun forstjóra Icelandair Group eru 44,2 milljónir og hafa þau hækkað um 13 prósent á milli ára. „Hagsmuna hverra er forstjóri Icelandair Group að gæta með þessum aðgerðum sínum, hluthafa Icelandair Group eða SA? Formaður SA er greinilega valdameiri en forstjóri Icelandair Group. Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“mynd/skjáskotVinnustöðvun flugmanna hófst hinn 9.maí síðastliðinn. Tvö tólf klukkustunda verkföll eru boðuð 16. og 20. maí og tveggja sólarhringa verkfall er boðað 23. maí. Náist samningar ekki hefst verkfall frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni 3. júní. Beint fjárhagstap kemur til með að nema um 1,5 til 1,7 milljörðum króna vari það allan þann tíma sem það hefur verið boðað. Tapaðar tekjur af frádregnum sparnaði vegna niðurfelldra fluga auk áætlaðs kostnaðar vegna aðstoðar við farþega eru hluti af fjárhæðinni. Þá eru hvorki hugsanleg áhrif yfirvinnubanns né áhrif verkfallsins á bókanir og tekjur félagsins á þeim dögum sem verkfallið stendur ekki yfir. „Er þessi stefna gagnvart starfsmönnum, hluthöfum Icelandair Group sæmandi? Félagið er tilbúið að fórna 1500-1700 milljónum króna í stað þess að semja. Það getur ekki verið hluthöfum félagsins í hag að fyrirtækinu sé beitt sem stýritæki í sýndarleik SA í stað þess að hámarka eign hluthafa.“ Tíu stærstu hluthafar Icelandair Group eiga um 60 prósent af hlutafé félagsins. Af þessum tíu stærstu eiga lífeyrissjóðirnir 37 prósent af heildarhlutafé. „Félagsmátturinn er það vopn sem við höfum. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að sýna samstöðu,“ segir jafnframt í fréttabréfinu. Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Neyðarréttur hálaunafólksins Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. 6. maí 2014 07:00 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 9. maí 2014 10:07 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
„Eins og öllum er ljóst er staða samningamála komin á alvarlegt stig. Viðsemjendur okkar hafa ekki sýnt neina viðleitni til að koma til móts við kröfur okkar og halda sig fast við 2,8 prósent.“ Þetta kemur fram í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), sem kom út í dag. Í fréttabréfinu kemur fram að laun stjórnarformanns Icelandair Group hafi á þriggja ára tímabili hækkað um 109,2 prósent og laun stjórnarmanns Icelandair Group hafi hækkað um 211,3 prósent. Árslaun forstjóra Icelandair Group eru 44,2 milljónir og hafa þau hækkað um 13 prósent á milli ára. „Hagsmuna hverra er forstjóri Icelandair Group að gæta með þessum aðgerðum sínum, hluthafa Icelandair Group eða SA? Formaður SA er greinilega valdameiri en forstjóri Icelandair Group. Hvenær brestur þolinmæði hluthafa gagnvart forstjóra Icelandair Group?“mynd/skjáskotVinnustöðvun flugmanna hófst hinn 9.maí síðastliðinn. Tvö tólf klukkustunda verkföll eru boðuð 16. og 20. maí og tveggja sólarhringa verkfall er boðað 23. maí. Náist samningar ekki hefst verkfall frá klukkan sex að morgni 30. maí til klukkan sex að morgni 3. júní. Beint fjárhagstap kemur til með að nema um 1,5 til 1,7 milljörðum króna vari það allan þann tíma sem það hefur verið boðað. Tapaðar tekjur af frádregnum sparnaði vegna niðurfelldra fluga auk áætlaðs kostnaðar vegna aðstoðar við farþega eru hluti af fjárhæðinni. Þá eru hvorki hugsanleg áhrif yfirvinnubanns né áhrif verkfallsins á bókanir og tekjur félagsins á þeim dögum sem verkfallið stendur ekki yfir. „Er þessi stefna gagnvart starfsmönnum, hluthöfum Icelandair Group sæmandi? Félagið er tilbúið að fórna 1500-1700 milljónum króna í stað þess að semja. Það getur ekki verið hluthöfum félagsins í hag að fyrirtækinu sé beitt sem stýritæki í sýndarleik SA í stað þess að hámarka eign hluthafa.“ Tíu stærstu hluthafar Icelandair Group eiga um 60 prósent af hlutafé félagsins. Af þessum tíu stærstu eiga lífeyrissjóðirnir 37 prósent af heildarhlutafé. „Félagsmátturinn er það vopn sem við höfum. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að sýna samstöðu,“ segir jafnframt í fréttabréfinu.
Tengdar fréttir Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53 Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00 Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08 „Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15 Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00 Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15 Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22 Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58 Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38 Neyðarréttur hálaunafólksins Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. 6. maí 2014 07:00 Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00 Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00 Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25 Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 9. maí 2014 10:07 Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00 Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56 Mest lesið Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Ekki tímabært að stjórnvöld blandi sér í kjaradeiluna Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra vonar að deiluaðilar nái að semja og ekki þurfi að koma til lagasetningar vegna verkfallsins. 11. maí 2014 18:53
Flugstjórar vilja margfalt meiri hækkun en ASÍ fékk Allt stefnir í að flugmenn fari í verkfall eftir rúma viku. Um milljarður mun tapast á degi hverjum komi til verkfalls og ímynd landsins skaddast. 2. maí 2014 08:00
Engin ástæða til lagasetningar á flugmenn Flugmenn hjá Icelandair hefja yfirvinnubann og skæruverkföll hinn 9. Maí hafi kjarasamningar ekki verið undirritaðir fyrir þann tíma. 30. apríl 2014 20:08
„Allir vita að flugmenn eru vel launaðir“ Upplýsingafulltrúi Icelandair er hóflega bjartsýnn á að samningar takist áður en verkfallsaðgerðir flugmanna skella á eftir viku. Hann segir kröfur flugmanna umtalsverðar. 2. maí 2014 19:15
Verkfall hefur áhrif á 7.000 ferðalanga Samtök atvinnulífsins segja að flugmenn Icelandair fari fram á 30 prósenta launahækkun. Fyrsta boðaða verkfall flugmanna er 9. maí og setur ferðaplön 7.000 manns, sem ýmist eru að koma eða fara frá landinu, í uppnám þennan eina dag. 5. maí 2014 07:00
Flugmenn tilbúnir til samninga Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna segir ekkert til í ásökunum að flugmenn fyrirtækisins stundi skæruaðgerðir. 11. maí 2014 14:15
Allar líkur á verkfalli á föstudag Fundi lauk í kjaradeilu flugmanna Icelandair laust fyrir klukkan 17 í dag, án árangurs. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) segir enga lausn í sjónmáli. 7. maí 2014 17:22
Langt á milli krafna flugmanna og þess sem Icelandair býður Stuttur samningafundur var í deilu flugmanna hjá Icelandair og félagsins hjá Ríkissáttasemjara í morgun. Mikinn samningsvilja þarf til að ná samningum að sögn formanns samninganefndar flugmanna. 2. maí 2014 12:58
Flugmenn í verkfall Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur boðað ótímabundið yfirvinnubann flugmanna Icelandair ehf. sem mun hefjast hinn 9. maí klukkan sex að morgni. 29. apríl 2014 13:38
Neyðarréttur hálaunafólksins Flugmenn hjá Icelandair hafa boðað til nokkurra tólf tíma skæruverkfalla, þess fyrsta næstkomandi föstudag. Verkföllin munu valda stórfelldri truflun á samgöngum til og frá landinu. 6. maí 2014 07:00
Icelandair segist ekki fella niður flug nema í ítrustu neyð Flugmenn og fulltrúar Icelandair kenna hvor öðrum um að flugferðir féllu niður á sunnudag. 12. maí 2014 07:00
Verkföll næsta mánuðinn geta raskað ferðum þúsunda Semjist ekki í kjaradeilu flugmanna og flugfreyja við Icelandair gæti orðið mikil röskun á flugi næstu vikurnar. Flugvirkjar eru með lausa samninga. Ferðaþjónustan segist hafa orðið fyrir miklu tjóni vegna verkfalls. 13. maí 2014 07:00
Verkfall flugmanna Icelandair yfirvofandi: "Gífurlega mikið ber á milli aðila“ Allt bendir til þess að flugmenn Icelandair fari í verkfall á morgun. 8. maí 2014 15:25
Fámenni í Leifstöð á verkfallsdegi „Með því að tilkynna þetta strax í gærmorgun tókst nú að afstýra annars fyrirsjáanlegu öngþveiti bæði hér og flugvöllum erlendis,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. 9. maí 2014 10:07
Allar líkur á verkfalli flugmanna á morgun Illugi Gunnarsson, starfandi innanríkisráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um að setja lög á verkfallsaðgerðir flugmanna. 8. maí 2014 10:00
Flugmenn enn hjá ríkissáttasemjara Enn sitja samningamenn hjá ríkissáttasemjara til að leysa kjaradeilu flugmanna Icelandair en fundurinn hófst klukkan 13 í dag. 12. maí 2014 19:56