Enski boltinn

Sherwood rekinn frá Tottenham

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Tim Sherwood verður ekki áfram hjá Tottenham.
Tim Sherwood verður ekki áfram hjá Tottenham. Vísir/getty
Tim Sherwood var í dag rekinn sem knattspyrnustjóri Tottenham en þetta kemur fram í yfirlýsingu á vef félagsins.

Sherwood tók við starfinu þegar AndréVillas-Boas var látinn fara í desember en undir stjórn Sherwoods náði hafnaði liðið í sjötta sæti úrvalsdeildarinnar.

„Þegar við réðum Tim um mitt tímabil sömdum við um 18 mánuði með uppsagnarákvæði undir lok fyrsta tímabilsins. Við ákváðum að nýta þetta uppsagnarákvæði,“ segir DanielLevy, stjórnarformaður félagsins, í yfirlýsingunni.

Argentínumaðurinn MauricioPochettino, stjóri Southampton, og Hollendingurinn FrankDeBoer, þjálfari Hollandsmeistara Ajax, eru orðaðir við starfið.

Ljóst er að dvöl Sherwoods hjá Tottenham er lokið en hann sagði sjálfur fyrr á tímabilinu að hann myndi ekki stíga úr stjórastöðunni og aftur í hlutverk þjálfara eða aðstoðarstjóra.

Gylfi Þór Sigurðsson á því von á þriðja stjóranum síðan hann kom til liðsins sumarið 2012 en hann hefur verið undir stjórn Villas-Boas og Sherwoods.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×