Enski boltinn

Eigandi Leicester til í að eyða 180 milljónum punda í nýja leikmenn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vichai Srivaddhanaprabha og sonur hans með bikarinn fyrir sigurinn í ensku b-deildinni.
Vichai Srivaddhanaprabha og sonur hans með bikarinn fyrir sigurinn í ensku b-deildinni. Vísir/Getty
Vichai Srivaddhanaprabha, eigandi Leicester City, sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á dögunum, er tilbúinn að setja mikinn pening í félagið á næstu árum.

Srivaddhanaprabha, sem er tælenskur milljarðamæringur, fór yfir framtíðarsýn sína með blaðamönnum í Bangkok þar sem hann hefur sett stefnuna á því að koma félaginu í hóp fimm bestu liðanna á næstu þremur tímabilum.

„Það mun kosta fullt af peningum að ná þessu markmiði, hugsanlega allt að 180 milljónum punda en við látum það ekkert stoppa okkur," sagði Vichai Srivaddhanaprabha.

„Ég bið bara um að fá þessi þrjú ár og þá verðum við komnir þangað," bætti Srivaddhanaprabha við.

„Við tökum samt ekkert risastökk strax. Við þurfum fyrst að fóta okkur í úrvalsdeildinni áður en við getum farið að taka næsta skref," sagði Srivaddhanaprabha.

Vichai Srivaddhanaprabha eignaðist Leicester City í ágúst 2010. Hann er líka stjórnarformaður og sonur hans, Aiyawatt Raksriaksorn, er varastjórnarformaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×