Tveir einstaklingar fengu fimm réttar tölur í úrdrætti kvöldsins í Lottó og skipta því með sér sjöföldum potti. Sigurvegararnir fá því rúmar 42 milljónir króna hvor.
Vinningsmiðarnir voru keyptir í Olís við Norðlingabraut í Reykjavík og í Ísgrilli við Bústaðarveg í Reykjavík.
Þá fengu tveir fjóra rétta og fá þeir 541 þúsund krónur. Þá fengu sex manns fjóra rétta í jókernum og fá því 100 þúsund krónur hver.
Tölurnar voru 3, 10, 12, 27, 38 og bónustalan var 37.
