Telja ólíklegt að þingsályktun um slit verði afgreidd 3. maí 2014 13:57 Vilhjálmur Bjarnason vísir/stefán Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi. ESB-málið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja mjög ósennilegt að það takist að ljúka við gerð og samþykkja þingsályktunartillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið á yfirstandandi þingi. Aðeins þrír nefndardagar eru eftir hjá Alþingi á yfirstandandi þingi en þeir eru allir í næstu viku, á mánudag, miðvikudag og fimmtudag. Utanríkismálanefnd hefur ekki enn lokið umsögn við þingsályktunartillögu um slit viðræðna við Evrópusambandið. Alþingismenn fengu í gær afhentar 53.555 undirskriftir sem söfnuðust undir áskorun til þingsins um að leggja til hliðar þessa þingsályktun. Þeir stjórnarþingmenn sem fréttastofa hefur rætt við telja ósennilegt að það takist að ljúka umsögn utanríkismálanefndar og greiða atkvæði um þingsályktunartillögu, mögulega í breyttri mynd, á þeim stutta tíma sem eftir er, en mjög mörg önnur mál eru á dagskrá utanríkisrmálanefndar.Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins er annar varaformaður utanríkismálanefndar. „Ég tel að nefndin geti alveg klárað umsögn ef að vilji stendur til en það er hinsvegar margt órætt ennþá. Síðast þegar þetta var rætt á fundi utanríkismálanefndar þá voru margar gestakomur fyrirhugaðar. En það er ýmislegt hægt á einni viku ef vilji er fyrir hendi,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur segist ekki skynja áhuga á því að svæfa málið áfram í nefndinni og skilja það eftir. „Ef vilji er til þá tel ég nú að það sé meirihluti á þingi en hinsvegar þá kostar það töluvert. Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en þingflokkurinn.“ Þeir þingmenn sem tjá sig um málið í óformlegum samtölum segja þó að ósennilegt sé að það takist að klára málið. Of stuttur tími sé til stefnu. Þingsályktun um slit viðræðna er ekki á dagskrá utanríkismálanefndar á mánudag en búist er við að málið verði til umræðu á miðvikudag og fimmtudag. Ekki hefur náðst í Birgi Ármannsson, formann utanríkismálanefndar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Fimm þingfundir eru eftir en þingi verður frestað hinn 16. maí næstkomandi.
ESB-málið Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira