Nýr meirihluti í Reykjavík: Þetta eru helstu stefnumálin Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. júní 2014 17:36 Frá undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. vísir/vilhelm Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní. Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Samkomulag Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna var formlega kynnt í Elliðaárdal í dag. Á meðal helstu stefnumála nýs meirihluta í Reykjavík er uppbygging 2500 til 3000 nýrra íbúða á næstu þremur til fimm árum og stefnt verður að því að húsnæðisstuðningur verði einstaklingsbundinn og taki mið af stöðu viðkomandi. Þá verði sérstakar húsaleigubætur óháðar því hver á eða rekur leiguhúsnæði og verða þær teknar til endurskoðunar samhliða innleiðingu húsnæðisbóta. Kjör barnafjölskyldna verða bætt og verður fjármagn til skóla- og frístundasviðs aukið um 100 milljónir króna árið 2015 og árið 2016 verða settar 200 milljónir til viðbótar til lækkunar á námsgjöldum í leikskólum. Systkinaafslættir verða teknir upp og frístundakort hækkað um 5000 krónur á barn. Þá verða frekari skref til bættra kjara barnafjölskyldna tekin á síðari hluta kjörtímabilsins, en munu þær ákvarðanir taka miða af stöðu borgarsjóðs. Jafnframt verður unnið að því að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Fjármagn verður aukið til málaflokks fatlaðra og verður eldra fólki gert kleift að búa heima með eflingu heimaþjónustu. Einnig verður áhersla lögð á að bæta stöðu utangarðsfólksfólks og fíkla og verða skaðaminnkandi úrræði efld eða tekin upp þar sem við á. Áætlun um að útrýma kynbundnum launamun verður framfylgt og unnið verður gegn skaðlegum áhrifum staðalmynda, klámvæðingar og vændis og spornað gegn kynbundnu ofbeldi. Þá verður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn efldur, unnið verður að eflingu strætó og komið verður á fót hjólaleigukerfi í Reykjavík.Samstarfssáttmála borgarinnar má sjá í heild sinni hér. Eins og áður hefur komið fram var meirihlutinn formlega kynntur í Elliðaárdal í dag og mun Dagur B. Eggertsson taka við embætti borgarstjóra, S. Björn Blöndal verður formaður borgarráðs og Sóley Tómasdóttir mun taka sæti forseta borgarstjórnar. Halldór Auðar Svansson mun gegna formennsku í nýrri fastanefnd í stjórnkerfi borgarinnar, Stjórnkerfis- og lýðræðisnefnd.Önnur embætti skipa sem hér segir: Skóla- og frístundaráð: Skúli Helgason Velferðarráð: Björk Vilhelmsdóttir fyrsta árið og Ilmur Kristjánsdóttir tekur við að ári liðnu Umhverfis- og skipulagsráð: Hjálmar Sveinsson Mannréttindaráð: Líf Magneudóttir Menningar- og ferðamálaráð: Elsa Yeoman Íþrótta- og tómstundaráð: Þórgnýr Thoroddsen Nýr meirihluti tekur formlega við stjórnartaumunum þann 16. júní.
Tengdar fréttir Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
Þau munu ráða ríkjum í Reykjavík Verkaskipting í borginni var kynnt við undirritun samstarfssáttmálans í Elliðaárdal í dag. 11. júní 2014 16:48