Fannst látin í Bleiksárgljúfri Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2014 09:39 Þyrla Landhelgisgæslunnar á vettvangi í gærkvöldi. Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi. Leit stendur yfir að íslenskri konu sem var með henni. Síðast hafði spurst til þeirra á laugardagskvöld, en þær fóru í gönguferð frá sumarbústað í Fljótshlíðinni. Báðar konurnar eru á fertugsaldri, en eftirgrennslan hófst í gær þegar þær mættu ekki til vinnu. Leitað var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og tók einnig fjölmennt lið björgunarsveitarmanna þátt í leitinni. Samkvæmt heimildum Vísis fundust föt kvennanna við hyl í gljúfrinu og fundu kafarar lík konunnar í hylnum. Samkvæmt fyrstu skoðun virðist konan hafa drukknað og er nú einkum leitað niður með gilinu og út í Markarfljót. Bleiksárgljúfur skerst niður úr hálendinu ofan við Fljótshlíð. Leit stendur nú yfir og er stefnt á fjölgun leitarmanna, en 80 manns tóku þátt í leitinni í gær. Sérhæft leitarfólk, gönguhópar og kafarar eru nú við leit í innanverðri Fljótshlíðinni. Einnig hafa leitarhundar verið notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið notuð til leitar úr lofti í gær og í dag. „Framvinda leitarinnar núna er sú að þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga eftir vatnasvæði Markafljóts. Ennfremur munum við senda kafara aftur til leitar og fara yfir þetta gil. Það mun líka koma hópur af björgunarsveitarmönnum sem munu ganga um svæðið og halda áfram leit á landi,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli í samtali við Bylgjuna. Aðspurður um hvort lögreglan hafi einhvern grun um hvað gerðist segir Sveinn: „Nei, ekkert annað en að okkur sýnist þetta vera slys.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Erlend kona fannst látin í Bleiksárgljúfri, innst í Fljótshlíð, um 25 kílómetra frá Hvolsvelli í gærkvöldi. Leit stendur yfir að íslenskri konu sem var með henni. Síðast hafði spurst til þeirra á laugardagskvöld, en þær fóru í gönguferð frá sumarbústað í Fljótshlíðinni. Báðar konurnar eru á fertugsaldri, en eftirgrennslan hófst í gær þegar þær mættu ekki til vinnu. Leitað var úr þyrlu Landhelgisgæslunnar og tók einnig fjölmennt lið björgunarsveitarmanna þátt í leitinni. Samkvæmt heimildum Vísis fundust föt kvennanna við hyl í gljúfrinu og fundu kafarar lík konunnar í hylnum. Samkvæmt fyrstu skoðun virðist konan hafa drukknað og er nú einkum leitað niður með gilinu og út í Markarfljót. Bleiksárgljúfur skerst niður úr hálendinu ofan við Fljótshlíð. Leit stendur nú yfir og er stefnt á fjölgun leitarmanna, en 80 manns tóku þátt í leitinni í gær. Sérhæft leitarfólk, gönguhópar og kafarar eru nú við leit í innanverðri Fljótshlíðinni. Einnig hafa leitarhundar verið notaðir og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið notuð til leitar úr lofti í gær og í dag. „Framvinda leitarinnar núna er sú að þyrla Landhelgisgæslunnar mun fljúga eftir vatnasvæði Markafljóts. Ennfremur munum við senda kafara aftur til leitar og fara yfir þetta gil. Það mun líka koma hópur af björgunarsveitarmönnum sem munu ganga um svæðið og halda áfram leit á landi,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli í samtali við Bylgjuna. Aðspurður um hvort lögreglan hafi einhvern grun um hvað gerðist segir Sveinn: „Nei, ekkert annað en að okkur sýnist þetta vera slys.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira