Almenningur forðar sér frá Mosul Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. júní 2014 07:00 Íbúar borgarinnar hafa margir hverjir haft sig á brott eftir atburði gærdagsins. Vísir/AP Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Núrí al Maliki, forsætisráðherra Íraks, lagði hart að þjóðþingi landsins að lýsa yfir neyðarástandi, sem gæfi honum aukin völd til að bregðast við innrás herskárra múslima í borgina Mosul. Uppreisnarmennirnir hafa náð þessari næst stærstu borg landsins að mestu á sitt vald. Þeir lögðu undir sig höfuðstöðvar héraðsstjórans í Niniveh, en Mosul er höfuðborg þessa héraðs í norðurhluta Íraks. Þeir hafa farið um borgina, vopnaðir byssum og veifandi svörtum fánum, og hröktu bæði hermenn og lögregluþjóna á brott. Margir íbúar borgarinnar forðuðu sér einnig hið snarasta. Íbúarnir sögðu innrásarmennina vera liðsmenn samtakanna Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær, en þau samtök náðu fyrr á árinu á sitt vald annarri borg, Fallujah, sem er í suðvesturhluta landsins. Stjórnarhernum hefur enn ekki tekist að ná þeirri borg úr höndum þeirra. „Ástandið í borginni er algjör ringulreið og enginn hjálpar okkur,“ segir Umm Kamm, ríkisstarfsmaður í Mosul sem býr skammt frá höfuðstöðvum héraðsstjórans. Hún flúði borgina ásamt fjölskyldu sinni í gærmorgun: „Við erum hrædd. Það er engin lögregla eða her í Mosul.“ Árangur uppreisnarmanna er verulegt áfall fyrir stjórn al Malikis. Hann er nú í óða önn að reyna að mynda nýja stjórn eftir að hafa unnið sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Sjálfur er Al Maliki sjía-múslimi og hefur einkum reitt sig á stuðning sjía-múslima á þingi, en súnní-múslimar og kúrdar hafa sakað hann um að einoka völdin. Sjálfstjórnarsvæði kúrda nær að hluta til inn í Niniveh-hérað, og hafa leiðtogar kúrda harðlega gagnrýnt stjórn al Malikis fyrir að hafa ekki viljað starfa með kúrdum að því að verja Mosul. Það hefði getað komið í veg fyrir innrásina. Samtökin hafa haft tengsl við Al Kaída og hafa tekið virkan þátt í átökum gegn stjórn Bashar al Assads forseta í nágrannalandinu Sýrlandi. Liðsmenn þeirra hafa staðið að mörgum verstu grimmdarverkum stríðsins og fengu fljótlega aðra uppreisnarmenn í Sýrlandi upp á móti sér. Leiðtogi samtakanna heitir Abu Bakr al Baghdadi einnig bakað sér óvild Al Kaída-samtakanna, sem vilja ekki lengur hafa þau innan sinna vébanda.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira